Skírnir - 01.01.1934, Page 58
52
Spámenn ísraels.
[ Skírnir
síns guðs á því, hve vel henni vegnaði innanlands, og
hversu hún mátti sín í viðskiptunum við aðrar þjóðir.
Guð þeirrar þjóðar, sem heima fyrir bjó við blómleg-
astan hag og undirokaði flestar aðrar þjóðir, var vold-
ugastur talinn. Fyrir orðstír hans yfirgáfu aðrar þjóð-
ir oft guði sína og tóku að dýrka hann, í þeirri von, að
þeim myndi þá búnast betur. Spámennirnir rísa öndverð-
ir gegn þessari trú. Þeir kenna, að enginn guð sé til ann-
ar en Jahve, hinn lifandi Drottinn. Guðir heiðingjanna,
,,falsguðirnir“, séu ekkert annað en stokkarnir og stein-
arnir eða líkneskin, sem tilbeðin séu, — eingöngu til í
ímyndun dýrkendanna. Spámennirnir rökstuddu ekki
þessa kenningu fyrst og fremst með því, að Guð þeirra
væri svo voldugur, heldur væri hann einn réttlátur og
heilagur, alfullkomin siðgæðisvera, óháð heimi og mönn-
um, en á hinn bóginn væri ljóst, að guðir heiðingjanna
væru ekkert annað en endurspeglun sjálfra dýrkend-
anna, siðlausir og staðbundnir, eins og þeir. Æði-lengi
fram eftir öldum bryddi á þeirri tilhneiging með ísraels-
mönnum, að tilbiðja annarlega guði. En smámsaman
sigraði trú spámannanna að þessu leyti: engum kom
framar til hugar að véfengja, að Guð væri nema einn,
sá Guð, er spámennirnir höfðu boðað.
2. Guð er persónuleiki.
Engir eru fjær þeirri skoðun en spámennirnir, að
Guð sé eitt og hið sama og alheimssálin, eða ópersónu-
legur kraftur að baki alls í tilverunni. Þeir trúa í'aun-
ar, að Guð búi í öllum hlutum, en leggja ríkasta áherzlu
á, að hann sé persónulegur andi, hafinn yfir allt á himni
og jörð. Þess vegna nota þeir alltaf mannlíkingar um
Guð; þeir nefna augu hans, hendur og fætur, og þeir
komast svo að orði, að hann elski og hati, hegni og fyrir-
gefi. Þess vegna kemur það heim við skoðun þeirra á
eðli Guðs, þegar Jesús Kristur velur Guði föðurheitið
sem það hugtak, er lýsi bezt afstöðu hans til mannanna.
En spámennirnir draga Guð aldrei niður í mannheim,
þótt þeir noti um hann mannlíkingar. Þeim er ljóst, að