Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 59
Skírnir]
Spámenn ísraels.
53
öll hugtök verður að hefja upp í æðra veldi, er þau
eru notuð til að lýsa Guði, því að Guð er yfirpersónu-
leikinn, ef svo má að orði kveða. Og það vita þeir allir,
^ð hann er lifandi, persónulegur andi.
3. Guð er skaparinn.
Spámennirnir kenna, að Guð hafi skapað alla hluti
viðhaldi og stjórni öllu í alheiminum. Af því að Guð
hefir skapað allt, er hann óháður öllum sköpuðum hlut-
um. Þess vegna rugla þeir aldrei saman Guði og náttúr-
unni. Þeir, sem eru algyðistrúar, og ætla að Guð sé andi
náttúrunnar, leiðast hæglega til hjáguðadýrkunar og
eru einkar umburðalyndir í garð þeirra, sem tilbiðja
ýmiskonar skurðgoð. Þeir álykta, að fyrst Guð sé al-
staðar, sé hann einnig í skurðgoðinu, og því sé tilbeiðsla
þess réttlætanleg. Spámennirnir hata alla skurðgoða-
dýrkun. Að þeirra dómi merkir hún þá fávizku, að gera
ekki greinarmun á skaparanum og skepnunni, að lofa
verkið, án þess að minnast meistarans. Sama ástæða
lá til þess, að þeir gerðu svo strangan mun Guðs og
ttmnna. Maðurinn er ekki hluti af Guði fyrst og fremst,
heldur sköpunarverk Guðs. Einmitt af því, að hann er
kæddur neista af anda Guðs, ber honum umfram allt
aÖ sýna auðmýkt og lotning gagnvart Guði. Enda er
hann í hendi Guðs „eins og leirinn í hendi leirkera-
smiðsins“. Samt verður maðurinn ætíð að gæta þeirrar
Söfgi sinnar, að hann er skapaður í Guðs mynd, að Guð
er honum sem faðir og hefir skipað hann herra jarðar-
mnar og gefið honum takmarkað val- og athafnafrelsi,
sem hann verður aldrei sviptur að eilífu.
Guð er andi og getur því, þótt hann sé hafinn yfir
alla hluti og aðgreindur frá þeim, verið í öllu og alstað-
ar nálægur á sama tíma, svo að maðurinn má með
sanni segja: „Hvert get eg farið frá anda þínum og
hvert flúið frá augliti þínu?“ (Sálm. 139, 7). Það fel-
uv ekki í sér neina neitun þess, að Guð sé ofar öllu á
himni og jörð.