Skírnir - 01.01.1934, Síða 61
Skírnir]
Spámenn ísraels.
55
minni, að Guð er réttnefndur faðir vor mannanna, því
að hann elskar alla sem börn sín.
Hvergi kemur skoðun spámannanna á því, að Guð
sé alfullkomin siðgæðisvera, skýrar fram en í hinni
óslitnu og óvægu baráttu þeirra gegn fórnunum og hin-
um andlausu guðsdýrkunarsiðum Israelsþjóðarinnar.
Minnumst aðeins þessara tveggja ummæla:
„Hvað skulu mér yðar mörgu sláturfórnir? segir
Jahve. Eg er orðinn saddur á hrúta-brennifórnum og ali-
kálfafeiti, og í uxa-, hafra- og lambablóð langar mig
ekki. . . . Berið eigi lengur fram fánýtar matfórnir;
þær eru mér andstyggilegur fórnarreykur. Tunglkomur,
hvíldardagar, hátíðastefnur, — eg fæ ekki þolað að sam-
an fari ranglæti og hátíðaþröng. . . . Þvoið yður, hreins-
ið yður, takið illskubreytni yðar í burt frá augum mín-
um; látið af að gera illt! Lærið gott að gera, leitið þess,
sem rétt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verður, rek-
ið réttar hins munaðarlausa og verjið málefni ekkjunn-
ar“. (Jes. 1, 11—17.)
„Með hvað á eg að koma fram fyrir Jahve, beygja
uhg fyrir Guði í hæðum? Á eg að koma fram fyrir hann
*heð brennifórnir, með ársgamla hrúta? Hefir Jahve
hóknun á þúsundum hrúta, á tíþúsundum olíulækja? Á
eS að fórna frumgetnum syni mínum fyrir misgerð mína,
avexti kviðar míns, sem syndafórn sálar minnar? Hann
hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar
Jahve annað af þér en að gera rétt, ástunda kærleika
°g framganga í lítillæti fyrir Guði þínum“. (Mika 6,
6—8.)
(Smb. Am. 5, 21 v., Hós. 6, 4 v., Jer. 7, 4, 21 v.,
(Devl)-Jes. 43, 23 v. og víðar.)
5. Guð er allt í öllu.
Eins og áður er sagt, trúa spámennirnir því, að
Guð sé skapari allra hluta, ekkert sé honum ómáttugt,
ué gerist nokkuð án vitundar hans. Orð Páls postula í
Róm. 11, 36: „Frá honum og fyrir hann og til hans eru
•allir hlutir“, eru algerlega í anda þeirra. En jafnframt