Skírnir - 01.01.1934, Side 62
56
Spámenn ísraels.
[ Skírnir
skilst af framanskráðu, að spámönnunum finnst það síð-
ur en svo leiða af vissunni um almætti Guðs, að ekkert
verði ráðið í gerðir hans, og að menn hljóti að lifa í ótta
og óvissu um vilja hans á hverjum tíma. Guð er allt ann-
að en dutlungafullur, hann er sá sami frá eilífð til ei-
lífðar. Og þótt hann sé almáttugur, er einkum tvennt,
sem í sjálfu sér setur almætti hans takmörk og gefur
ljósar vísbendingar um, hvað hann muni gera, og hvað
hann muni ekki vilja.
Önnur takmörkunin er sú, að óhugsandi er, að Guð
breyti nokkru sinni gagnstætt eðli sínu. Þannig getur
hann, sem er Guð friðarins og regluseminnar, t. d. ekki
rofið þau lögmál, sem hann hefir sett.' Spámennirnir
vita til fullnustu, að Guð hefir bundið náttúruna sérstök-
um lögmálum, t. d. eins og sagt er frá í 1. Mósebók:
„Meðan jörðin stendur, skal ekki linna sáning og upp-
skera, frost og hiti, sumar og vetur, dagur og nótt“. Og
Guð rýfur ekki þau lögmál, nema ef kraftaverkin eiga
að skoðast sem undantekningar frá þeim, sem þá eru
einstök, og aðeins gerð til sérstakra heilla mönnunum.
Eins standa siðalögmál hans óhögguð frá kyni til kyns.
Heilagur Guð getur aldrei framið neitt, sem er illt, og
óhugsandi er, að réttlátur Guð láti ekki ranglætislaunin
koma í ljós. Gleggsta dæmi þess, hve spámennirnir
skildu þetta til hlítar, að Guð breytir eilíflega sam-
kvæmt eðli sínu, er hið nýja í boðun þeirra á afstöðu
Guðs til ísraelsþjóðarinnar. Áður var trúað, að Guð og
þjóðin væru bundin hvort öðru, að hvorugt gæti án hins.
verið, og að Guð hlyti því æfinlega að blessa Israel og
leiða málefni þjóðai’innar til sigurs, hvernig sem hún
lifði. En spámennirnir kváðu þessa fjarstæðu niður.
Þeir sýndu fram á, að Guð hefði útvalið þjóðina í sér-
stöku augnamiði, en ef hún vildi ekki vera það verkfæri
í hendi hans, sem hann óskaði, þá væri hún honum ekk-
ert mætari en aðrar þjóðir. Og þeir kölluðu í hvers
manns eyru, að Guð myndi ekki aðeins dæma heiðingj-
ana og láta þá bíða böl sakir óhæfu sinnar. Framar öll-