Skírnir - 01.01.1934, Síða 63
Skírnir]
Spámenn ísraels.
57
um öðrum myndi Guð dæma ísrael, og lægi því líf henn-
ar við, að hún þekkti vitjunartíma sinn, snéri frá hinu'
Ma, en leitaði hins góða.
Önnur aðaltakmörkunin á almætti Guðs í fram-
kvæmdinni er frjálsræði mannsins, að skoðun spámann-
anna. Þeir eru alsannfærðir um, að Guð hafi gefið mönn-
unum val- og athafnafrelsi innan vissra takmarka, og
svipti engan því að eilífu. Eins verður sú trú síðar al-
menn með Gyðingum — þótt hennar gæti raunar lítið
hjá spámönnunum —, að Guð hafi auk mannanna skap-
að aðrar verur með miklu frelsi, sem sé ýmiskonar anda-
verur í hinum ósýnilega heimi. Hvert mannsbarn skil-
ur. að þessi frjálsræðisgjöf, sem Guð sviptir þá aldrei,.
sem hana hafa þegið, er viljandi takmörkun á almætti
kans sjálfs. Þessar verur, menn og englar, ráða til fulln-
ustu gerðum sínum á afmörkuðu sviði, bera fulla ábyrgð
a þeim, og verða að sæta þeim afleiðingum, sem Guð
hefir álcveðið að fylgi góðum og illum verknaði. Og
bessi trú spámannanna leysti, að þeim fannst, nægilega
Satuna um tilveru hins illa í heiminum, og hvernig allt
mannanna gæti samrýmzt trúnni á kærleika Guðs.
-^•Ut illt er, að ætlun þeirra, uppreisn gegn Guði, og á
r°t að rekja til frjálsræðis hinna sköpuðu vera, stafar-
Því, að þær hafa valið skakkt, tekið ranglætið fram
yfir réttinn, metið illskuna gæzkunni meiri. Óheillirnar
eru beinar afleiðingar þess: „Það, sem maður sáir, það
^uun hann og uppskera". En hví lætur Guð syndina við-
Sangast og syndina vera við lýði? Vegna þess, að hann
tekur aldrei dýrmætustu gjöfina af börnunum sínum —
frelsið. Hann kúgar aldrei um eilífð neinn til góðleiks.
En kærleikur hans er auðsær á því, að hann er alltaf
°g alstaðar að leita að, kalla á, biðja, laða og leiða
mennina. Hann talar til þeirra í samvizkunni; hann
sendir þeim spámenn og spekinga og síðast — soninn.
f3ví að Guð vill ekki dauða syndugs manns, heldur að
hann snúi sér og lifi (smb. Esek. 18, 23).
I þessu sambandi mætti víkja að því, hvort frjáls-