Skírnir - 01.01.1934, Síða 64
58
Spámenn ísraels.
[ Skírnir
ræðisgjöfin setji alvitund Guðs ekki líka takmörk, þann-
ig, að hann viti ekki frá eilífð, hvernig hver einstakl-
ingur muni breyta. Og þeirri spurningu má svara játandi
frá sjónarmiði spámannanna. Reyndar trúa þeir því, að
Guð sé alskyggn og alvitur, að hann lesi innstu hugrenn-
ingar hvers manns, og að ekkert komi á daginn, sem
honum sé dulið, að geti átt sér stað. En hitt er ekki
hægt að staðhæfa af orðum þeirra né Jesú Krists, að
Guð viti frá eilífð, hvaða hlutskipti hver maður muni
velja sér. Enda væri sú skoðun forlagatrú, en hún er
ekki studd af ritum ritningarinnar.
6. Dagur Drottins.
Guð hefir ekki hnýtt þá hnúta, sem hann fær ekki
leyst. Þótt hann skerði aldrei frjálsræði þeirra vera, er
það hafa hlotið, og hið illa í heiminum eigi ósegjanlega
langan aldur fyrir sér, rennur sú stund, þegar Guð hefir
gert alla mótstöðu gegn sér að engu, og vilji hans verð-
ur svo á jörðu sem á himni. Allir spámennirnir — og
Jesús Kristur síðar — tákna þau tímamót með heitinu
,,dagur Drottins“, eða dómsdagur. Þeirra tímamóta var
oft vænzt mjög bráðlega, og tíðast voru þau í hugum
manna bundin við heimsslit og eftirvænting nýs himins
og nýrrar jarðar. En jafnframt því, sem skilningur og
þekking jókst, varð þeim ljósara, að engum var opin-
berað, hvenær þetta mundi verða: ,,En um þann dag eða
stund veit enginn, ekki einu sinni englarnir á himni, né
sonurinn, heldur aðeins faðirinn" (Mark. 13, 32). Og
jafnhliða því, sem skilningurinn eykst á gildi mannssál-
arinnar og samfélaginu við Guð, þroskast þekkingin á
því, að dómsdagur er hvorki bundinn við jörðina né tím-
ann. Með uppkomu ódauðleikatrúarinnar, færist dóms-
hugmyndin yfir í æðri veröld — eilífðina. Þótt spámenn-
irnir töluðu lítið sem ekkert um líf einstaklinganna eft-
ir dauðann, spratt ódauðleikatrúin beint og eðlilega af
boðskap þeirra. Þegar menn sannfærðust um réttlæti
Guðs, sáu þeir, að mannsandinn hlaut að eiga lengra
líf fyrir höndum en þessa stundartilveru. Hvenær áttu