Skírnir - 01.01.1934, Side 65
Skírnir]
Spámenn ísraels.
59
guðsmennirnir, sem hér í heimi urðu aðeins fyrir mót-
læti og meinum, annars að ná rétti sínum? Eða rang-
lætismennirnir, sem heimurinn hossaði fram í dauðann,
að taka út laun sín? Það dagaði í hugum manna. Sú
trú festi rætur í hjörtunum, að við endir jarðlífsins lyk-
ist sálunni upp nýr heimur, þar sem hver bæri úr být-
um það, sem hann hefði unnið til í veröldinni. Sama máli
gegnir um þetta og allt annað í boðskap spámannanna.
Jesús Kristur leiddi vísinn hjá þeim fullþroskaðan í
ijós. Eftir upprisu hans frá dauðum er hugmyndin um
nnnað líf ekki lengur trúarvon, heldur þekkingarvissa.
En þótt „sá dauði hafi sinn dóm með sér“, er þá
aUt tal spámannanna og jafnvel Jesú Krists um dag
Drottins ekkert annað en líkingarmál? Hver veit —
hver veit? Víst er, að Guðs er sigurinn, — ríki hans kem-
nr að lokum, og hver treystist til að fullyrða, að hann
sigri aðeins hægfara alla mótstöðu, að aldrei komi.stríð
°g hörð úrslitastund, þegar hin illu öfl hefja sig til loka-
undstöðu gegn heilögum Guði?
Er það ekki öllu heldur fremur ætlandi? Og þá
kemur dagur Drottins!
III.
Sumt í ritum spámannanna er bundið við þann
tíma, sem spámennirnir voru uppi á, og átti eingöngu
nrindi til ísraelsþjóðarinnar, eins og sakir hennar stóðu
þá. Eg get ekki þeirra atriða. En hér á undan hefi eg
nefnt megin-hugsanirnar í ritum spámannanna, aðal-
efni þess boðskapar þeirra, sem beint er til allra manna.
Eins og fyrr er á minnzt sést, að hér er ekki um neitt
fullkomið heimspekiskerfi að ræða, né alhliða þekking
á tilverunni. Aðeins fá þekkingaratriði eru opinberuð,
en svo stórfelld og þýðingarmikil í sjálfu sér, að þau
nsegja til að veita mönnum fullkomna leiðsögn um,
hvernig þeir eigi að lifa þessu lífi eins og vera ber. Og
nieira en það. Ef hér er um sannindi að ræða, er degin-
uni ljósara, að hverjum manni er lífsnauðsyn að taka