Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 66
60
Spámenn ísraels.
[ Skírnir
þau til greina og haga lífi sínu eftir þeim. En jafnframt
bert, að bæði þjóðir og einstaklingar — og þar á meðal
vér — gera það langt frá því til fullnustu, og veitir því
ekki af að endurskoða líferni sitt og umbreyta því við'
ljós þeirra.
En er þessi boðskapur sannleikur? Er hann frá.
Guði, eins og spámennirnir sjálfir halda óhikað fram?
Viðvíkjandi þeirri spurningu, eru fjögur atriði einkum
athugunarverð.
A. Vér erum komnir á það þroskastig, að vér tök-
um ekkert fullgilt né trúanlegt vegna tóms valdboðs.
Vér krefjumst fullra raka fyrir og skýringa á því, sem
að oss er haldið sem sannleika. Og vér höfum nægan
skilning á, að sannleikurinn er aðeins einn og æfinlega
samhljóða í hvaða mynd, sem hann birtist, svo að ný-
sannleiksþekking getur aldrei rekist á aðra áður fengna,.
heldpr er hún aukning eða fullkomnun hennar. Skym
semi vor, tilfinning og samvizka eru alltaf æðsti dóm-
stóllinn, sem sker úr því, hvort vér getum fallizt á þetta
eða hitt. Vér megnum ekki að gera oss grein fyi'ir
neinu, nema í ljósi þeirra, og það er sannfæring vor,.
að þessi leiðarljós séu þáð, sem þau ná, óbrigðulir leið-
arvísar um rétt og rangt. Allt, sem skynsemi vorri finnst
stríða gegn heilbrigðri hugsun, allt, sem tilfinningar
vorar gera uppreisn gegn, allt, sem samvizkan mótmæl-
ir eindregið, dæmum vér að geti ekki átt sér stað, og'
nær aldrei tangarhaldi á huga vorum. Iiins vegar get-
ur ekkert raskað fullvissu vorri um þá hluti, sem skyn-
semi vor, tilfinning og samvizka segja oss að sé sann-
leikur. Hvað sem sú sannfæring kostar oss, segjum vér
um hana líkt og Lúther í Worms: Hér stend eg, eg get
ekki annað.
Stríðir boðskapur spámannanna gegn skynsemi
vorri, tilfinning og samvizku? Óhætt er að svara þeirri
spurningu neitandi. Raunar voru flestir spámennirnir
ofsóttir og jafnvel líflátnir, vegna þess, að samtíma-
mennirnir höfðu ekki skilning á boðskap þeirra. En allt.