Skírnir - 01.01.1934, Síða 67
Skírnir]
Spámenn ísraels.
61
frá þeim dögum og til þessarar stundar hefir sú með-
vitund fest æ dýpri rætur með þeim, sem kynnzt hafa
spámannaboðskapnum, að hann komi einmitt heim við
skynsemina, tilfinninguna og samvizkuna. Nú vilja all-
ir þvo hendur sínar af blóði spámannanna. Vér getum
tekið svo djúpt í árinni, að segja, að oss finnst óhugs-
andi að Guð og afstaða mannkynsins til hans sé í megin-
atriðunum með öðrum hætti en spámennirnir hafa lýst,
og gert er grein fyrir hér á undan. Og það er óneitan-
iega sterkar líkur fyrir, að þær hugmyndir séu réttar.
B. Af því að vér getum ekki ætlað, að einn sann-
leikur geti rekist á annan á neinu sviði, værum vér knúð-
ir til að hafna boðskap spámannanna, ef hann væri í
mótsögn við þá reynsluþekking, er vísindin hafa nú þeg-
ar fært oss fullar sannanir fyrir. En svo er ekki. Enda
sést það í hendi, að slíkt getur ekki átt sér stað, af því
að spámennirnir fara ekki neitt inn á svið vísindanna.
^eir ræða eingöngu þau mál í nafni Drottins, sem vís-
indin leiða hjá sér og játa að þau geti ekki leyst. Raun-
vísindin halda sér við þennan sýnilega heim og hið
áþreifanlega; spámennirnir tala um andans heim og hið
yfirskilvitlega. Vísindin eru oss því enginn Þrándur í
Götu þess, að trúa kenning þeirra.
C. Því meir, sem vér hugsum um lífsferil spámann-
anna, verður oss ljósara, að þeir tóku ekki boðskapinn
UPP hjá sjálfum sér, og því óhjákvæmilegra virðist oss
að játa, að hann sé frá Guði runninn. Hér skal aðeins
bent á tvö atriði.
Þegar Amazia prestur var að reyna að flæma Amos
sPámann frá Betel og ber það á hann, að hann hafi spá-
mennskuna fyrir atvinnugrein, eins og lygispámennirn-
ir, svarar Amos honum: „Eg er enginn spámaður og eg
er ekki af spámannaflokki, heldur er eg hjarðmaður
°g rækta mórber. En Jahve tók mig frá hjarðmennsk-
unni, og Jahve sagði við mig: ,Far þú og spá þú hjá lýð
ttiínum ísrael‘.“ (Amos 7, 14 v.) Amos var upphaflega
ekki annað en fátækur og fáfróður fjárhirðir. Eina skýr-