Skírnir - 01.01.1934, Síða 68
62
Spámenn ísraels.
[ Skírnir
ingin á því, að hann varð slíkt mikilmenni, að hann
markaði ekki eingöngu djúp spor í sögu þjóðar sinnar,
heldur eru spádómsorð hans enn í fullu gildi, er sú, sem
hann gaf sjálfur: „En Jahve tók mig frá hjarðmennsk-
unni, og Jahve sagði við mig: ,Far þú og spá þú hjá lýð
mínum ísrael‘.“
Alveg hið sama er að segja um flesta hina spá-
mennina. Þeir voru alþýðumenn og einskis metnir í
augum sínum og annara, áður en Drottinn kallaði þá
og fól þeim boðskap sinn, — að þeim flestum nauðugum.
Jeremía segir t. d. svo frá köllun sinni: „Og orð Jahve
kom til mín, svohljóðandi: Áður en eg myndaði þig í
móðurlífi, útvaldi eg þig, og áður en þú komst af móður-
kviði, helgaði eg þig; eg hefi ákvarðað þig til að vera
spámann þjóðanna! Þá sagði eg: Æ, Drottinn Jahve!
Sjá, eg kann ekki að tala, því að eg er enn svo ungur.
En Jahve sagði við mig: Seg ekki, eg er enn svo ungur,
heldur skalt þú fara til allra, sem eg sendi þig til, og
tala allt það, er eg býð þér. Þú skalt ekki óttast þá, því
eg er með þér, til þess að frelsa þig! segir Jahve“ (Jer.
1, 4—8). Þannig færðust spámennirnir í fyrstu með öliu
móti undan kölluninni, en komust þó ekki hjá henni.
Þeir áttu ekki annars úrkosta. Eða eins og Amos orðar
það: Hafi ljónið öskrað — hver skyldi þá ekki óttast?
Hafi herrann Drottinn talað — hver skyldi þá ekki spá?
(Amos 3, 8).
Köllunin var spámönnunum óljúf, og með hverjum
degi varð spámannsskyldan þeim þungbærari. Þó gátu
þeir ekki annað en spáð. Allir vita, hvað vinsælt er að
segja öðrum til syndanna. Þá fara þeir nærri um, hve
auðvelt og þakklátt muni vera að setja ofan í við stór-
menni ríkisins og jafnvel konunga. Og það austurlenzka
harðstjóra, sem eru skjótari að skipta skapi en öldur að
rísa á sæ, og virða allt að vettugi, annað en sinn eigin
vilja. Vér höfum orð Jeremía fyrir því, hversu spá-
mannsstarfið tók á hann. Eða hvað mun hann ekki hafa
orðið að reyna, áður en hann hrópaði í örvænting sinni: