Skírnir - 01.01.1934, Page 69
Skírnir]
Spámenn ísraels.
63
„Bölvaður sé dagurinn, sem eg fæddist; dagurinn, sem
móðir mín ól mig, sé ekki blessaður! Bölvaður sé maður-
inn, sem flutti föður mínum gleðitíðindin: Þér er fædd-
ur sonur! og gladdi hann stórkostlega með því. Fyrir
þeim manni fari eins og borgum, sem Jahve hefir um-
turnað vægðarlaust, og hann heyri óp á morgnana og
hergný um hádegið, af því að hann lét mig ekki deyja
1 rnóðurlífi. svo að móðir mín hefði orðið gröf mín, og
móðurlíf hennar hefði eilíflega verið þungað. Hví kom
e& af móðurlífi til þess að þola strit og mæðu, og til þess
að eyða æfinni í skömm“ (Jer. 20, 14—18).
En hér er fyllri skýring á því, hvað kemur spá-
uianninum til að formæla svo, og jafnframt, hvað það
er, sem rekur hann áfram og heldur honum uppi í starf-
inu, þrátt fyrir allt og allt:
,,Þú hefir talið svo um fyrir mér, Jahve, að eg lét
Sannfærast; þú tókst mig tökum og barst hærri hlut;
e& er orðinn að stöðugu athlægi, allir gera gys að mér.
Já» í hvert sinn, er eg tala, verð eg að kvarta undan
°íbeldi og kúgun, því að orð Jahve hefir orðið mér til
stöðugrar háðungar og spotts. Og ef eg hugsaði: Eg
skal ekki minnast hans, og eigi tala framar í hans nafni,
bá var sem eldur brynni í hjarta mínu, er byrgður væri
lnni í beinum mínum; eg reyndi að þola það, en eg gat
það ekki. Já, eg hefi heyrt illyrði margra — skelfing
aiit um kring: „Kærið hann!“ og „Vér skulum kæra
hann!“ Jafnvel allir þeir, sem eg hefi verið í vináttu
við, vaka yfir því, að eg hrasi: „Ef til vill lætur hann
Sinnast, svo að vér fáum yfirstigið hann og hefnt vor á
honum“. En Jahve er með mér, eins og voldug hetja;
fyrir því munu ofsóknarmenn mínir steypast og engu
aorka; þeir skulu verða herfilega til skammar, af því
að þeir hafa ekki farið viturlega að ráði sínu — til ei-
íífrar, ógleymanlegrar smánar“ (Jer. 20, 7—11).
Menn vaxa aldrei sjálfum sér yfir höfuð. Og menn
bola ekki allt — láta ekki lífið fyrir annað en það, sem
Þeim er heilagra, ástfólgnara, sannara en nokkuð ann-