Skírnir - 01.01.1934, Side 70
64
Spámenn ísraels.
[ Skírnir
að. Er nokkur skynsemi í annari skýringu á því, hvað
spámennirnir boðuðu, og hvað þeir lögðu í sölurnar
fyrir þann boðskap, en þessari: Guð lagði þeim orð í munn,
og Guð var með þeim. Sannfæring þeirra var sannleik-
ur. Þeir voru sendiboðar Guðs.
D. Loks megum vér ekki gleyma hinu nána sam-
bandi milli spámannanna og Jesú Krists. Þar er um
stigmun að ræða, líkt og á hinum óþroskaða og hinum
fullkomna, en líka órjúfanlegt samband, sem á milli
stofns og greina. Kristur benti á, að í lögmáli og fyrir-
mælum prestanna væru mannasetningar, og gagnstætt
þeim setti hann fram sumar kenningar sínar. En hann
sagði aldrei: Spámennirnir sögðu — en eg segi yður.
Hann hélt því fram, að spámennirnir hefðu verið sendir
af Guði, og auðsýnt, að hann féllst á megin-kenningar
þeirra, og bar þær sjálfur fram í fullkominni mynd.
Hann fullkomnaði starf þeirra.
Guðlegri sending spámannanna verður ekki hafn-
að, nema það sé hrakið, að Jesú hafi flutt erindi föður-
ins. En við þá menn, sem það ætla sér, verður ekki deilt
hér að þessu sinni. Það er líka nóg að reynslan svari
þeim.
Gamla-Testamentið er lokuð bók fyrir fjöldanum.
Margir nútímamenn halda, að oss varði það engu. Hér
hefir lítillega verið bent á, hvílíkur misskilningur það
er. Fyrst eftir að Guð hafði oftsinnis talað til feðranna
og með mörgu móti fyrir munn sinna spámanna, talaði
hann einnig til vor fyrir soninn. Guðs orð geymist í
Gamla-Testamentinu og því Nýja.
Þegar konungurinn talar, leggja allir við hlustirn-
ar. Þegar Guð talar — hver þarf þá ekki að hlusta?
Munum, að spámennirnir eru sendimenn Guðs
til vor.
Það lyftir oss hærra á ljósbraut sannleikans.