Skírnir - 01.01.1934, Side 72
66
Andrés Bergsteinsson.
[Skírnir-
Hann rétti sig upp, hallaði sér að dyrastafnum litla.
stund og starði hreyfingarlaus út á sjóinn. Ekkert var'
þar að sjá. Andrés Bergsteinsson lagði aftur af stað,.
sömu leið og hann kom.
Hann gat stigið aftur í sporin sín í snjófölinu, hefði
hann viljað. En að öðru leyti kom aldrei neitt aftur héð-
an af.
Það voru minni umskipti að sökkva í sjóinn og vera
ekki lengur til, heldur en það, sem nú var orðið, síðan.
hann gekk hér upp eftir áðan. En kvöl hans og svívirð-
ing vai,;:éifthVern veginn eins og utan við hann sjálfan,
og honum duttu í hug margir fánýtir hlutir, eins og ekk-
ert væri að. Hann gekk hægt og hægt niður bryggjuna,.
og öll hans æfi fram á þessa stund blasti við honum.
Jón bróðir hans kom á eftir honum og gekk hratt.
og létt. Sporin hans voru stælt og jöfn. Andrés gekk
með þungu höggi á vinstri fótinn, hitt skrefið var hljóð-
laust.
Jón var fölleitur og svarthærður, fríður maður og.
grannvaxinn. Hann tók upp úrið, þegar hann kom að'
Andrési, leit á það og sagði:
— Verðum við nema klukkutíma? Og ekki kemur
skipið fyrr en klukkan fimm?
Andrés gegndi því engu. Jón fékkst ekki um það,.
en gekk áfram, hraðar en hinn, og út í bátinn.
Andrés kom á eftir með hægð, leysti bátinn, slöngv-
aði vinstra fætinum staurbeinum inn yfir öldustokkinn,
hægri fóturinn kom mjúkt og létt á eftir. Andrés fór að
öllu hægt, athugaði vélina, kom sér vel fyrir, leit til
veðurs; setti því næst vélina hægt á stað. Báturinn seig
aftur á bak frá bryggjunni. Andrés horfði á sjóvota
bryggjustaurana; sjórinn gjálpaði um þá; kuðungar
sátu á staurunum í sjávarmálinu. Hann horfði á þetta
með ekkakenndum trega, en var þó ekki ljóst, að hann
mundi aldrei framar ýta frá þessari bryggju.
Báturinn sveigði hægt til á skriðinu, unz stefnið
horfði frá. Þá tók vélin harðan rykk, og báturinn öslaðí-