Skírnir - 01.01.1934, Page 74
68
Andrés Bergsteinsson.
[ Skírnir
föður þeirra, að honum þótti þó vænt um, að það var
hann, sem hafði orðið fyrir þessu óláni, en ekki Jón.
Jón var heima á sumrin og sleikti sólskinið, gerði
ekki handarvik, en gekk í búðina og tók þaðan hvern
hlut, sem honum líkaði. Þegar sumri hallaði, var hann
úti um haga með stelpur, sem hann var að fleka. Síðan
hengslaðist hann suður á haustin og þóttist ætla í há-
skólann, en gerði ekki annað en að lifa eins og svín.
Svona menn voru til, sem sleiktu rjómann ofan af
öllum hlutum, átu það bezta frá öðrum, táldrógu hverja
stúlku og létu þær sækjast eftir því. Allt illt gerðu þeir.
Svo litu þessi helvíti niður á ærlega vinnandi menn, eins
og þeir ættu alla veröldina, en hinir væru hundar. Eng-
inn var andstyggilegri af þessum kvikindum heldur en
Jón bróðir hans.
í gær og fyrradag var hann fullur, og ætlaði þó
suður. Nú var hann loksins að flækjast burt úr háskól-
anum, og þóttist nú ætla til Þýzkalands, til þess að
halda þar áfram sama lifnaðinum. Nú ætlaði hann að
fara til framandi lands og sóa arfi sínum með skækj-
um! En hvað það væri miklu nær að taka þessa auðnu-
leysingja og drepa þá hreinlega, heldur en að vera að
kosta þá land úr landi.
Já — Jón ætti að drepa!
„Hvítingur“ var að komast út í fjarðarkjaftinn.
Það var kaldur sveljandi fyrir Gjögrið og hnitaði bár-
una. Báturinn fékk smáskvettur, og þiljurnar voru
krapablautar eftir élið um morguninn. Jóni var tekið
að kólna, og kom hann aftur á og ætlaði ofan í vélar-
húsið.
Andrés stóð aftan við opið vélarhúsið og sá upp
fyrir, beint fram. Hann stýrði með vinstri hendi. Út
við öldustokkinn lá ífæra úr járni. Andrés seildist eftir
henni og hélt á henni.
Hann leit framan í Jón, þegar hann ætlaði að kom-