Skírnir - 01.01.1934, Page 75
Skírnir]
Andrés Bergsteinsson.
69
ast fram hjá honum inn í vélarhúsið, og Jón skildi nú á
augnaráðinu, hvað undir bjó. Hann fölnaði.
Andrés sagði: Farðu héðan burt! Eg vil ekki hafa
big nálægt mér!
Jón leit á hann og lézt verða meira forviða en hann
raunar var. Hann sagði: Hvað gengur að þér, maður?
Hann leit á ífæruna. Andrés hélt á henni í hægri hendi,
en hreyfði hana ekki.
— Það gengur ekkert að m é r, sagði Andrés. Og
rett í því ætlaði hann að sleppa stýrissveifinni og ráð-
ast á Jón, rota hann með einu höggi og drepa hann.
Hann fann einhverja ægilega tilfinningu stíga upp frá
fótunum og læsast um sig allan, eins og logandi eitur.
Hann beið eftir, að Jón gæfi eitthvert tilefni, að hann
Seeði eitthvað, að hann glotti, gerði eitthvað. En Jón
sneri sér undan og gekk frá.
I sama augnabliki var Andrés fastráðinn, hvað
hann ætlaði sér.
Hann lagði frá sér ífæruna, beygði upp í vindinn
íyrir Gjögrið, tók beina stefnu og brá bandi um stýris-
sveifina. Því næst færði hann sig fram með vélarhúsinu
°g þangað, sem Jón var.
Jón varð þess var, að Andrés kom, og hann sneri
sev við. Hann varð enn hvítari í framan. En augnatil-
litið harðnaði.
Andrés gekk fast að honum og sagði:
— Tók eg Kristínu nokkuð frá þér?
Jón svaraði engu.
Andrés kom enn nær og hvæsti framan í hann:
■— Tók eg hana nokkuð frá þér, segi eg!
Andrés var nokkru lægri en bróðir hans og litlu
Þreknari. Báturinn hjó, og þeir tóku báðir viðbragð til
standa af sér fallið.
— Gaztu ekki séð hana í friði! sagði Andrés. Hann
urraði fremur en talaði.
Eg hefi ekkert gert henni, sagði nú Jón með
undanfærslu.