Skírnir - 01.01.1934, Page 76
70
Andrés Bergsteinsson.
[ Skírnir
— Það lýgur þú! öskraði Andrés framan í hann.
Allar þínar komur til okkar þessar vikur eru ekkert ann-
að en hórdómur af þinni hálfu, þó að þú þættist vinur.
Og þú hefir haft þitt fram! Viltu þræta?
Jón sagði eftir stundarbið: Eg vil ekki þræta við
vitlausan mann. Hann var þver og tómlátur.
En Andrés sagði: Eg er ekki eins vitlaus og þið
haldið. Eg veit, hvernig eg hefi alltaf orðið að ganga
af skörum fyrir þig, allt mitt líf. Þú hefir lifað og látið
eins og þig lysti, en eg var settur hjá í öllu, af föður
mínum og öðrum. Eg veit vel, að Kristín hefði heldur
tekið þig, ef þú hefðir viljað nýta hana þá. En nú var
hún eitthvað sætari, þegar þú gazt um leið leitt ólán
yfir mig.
Andrés læsti saman jöxlunum og hætti enn við að
láta til skarar skríða.
— Þú veizt ekkihvað þú ert að segja, maður! sagði
Jón. Eg tala ekki við þig. Hann leit til stýrisins. Það var
bundið, og báturinn stefndi nú beint til hafs. Jón lagði
á stað aftur á.
Andrés skildi, hvað hann ætlaði, steig í veg fyrir
hann og sagði:
— Láttu bátinn í friði! Snertu ekki stýrið á þess-
um bát!
Jón hætti við.
— Ætlarðu út í haf? spurði hann, með sambland
af háði og beyg í rödddinni.
ískyggilegt bros fór um andlitið á Andrési:
— Já, eg ætla út í haf, sagði hann. Það var ein-
hver hryllileg gleði í röddinni og hefndarfró. — Þú sérð
aldrei land framar, bætti hann við, og hló stutt og kalt.
Jón leit skelfdur á hann. En Andrés stóð grafkyrr
með lokuð augun og stirðnaður í framan. Andlitið á
honum var kalt og glært eins og klaki.
Jón fann nú fyrst, að alvara var á ferðum. Hann
skimaði um bátinn og til lands, eins og til þess að hugsa
sér úrræði.