Skírnir - 01.01.1934, Page 79
Skírnir]
Andrés Bergsteinsson.
73
á frakkaboðanginn. Hann þreifaði eftir vasaklútnum og
reyndi að stöðva blóðrásina. En þegar klúturinn var orð-
inn löðrandi í blóði, fleygði hann honum fyrir borð og
lét blóðið drjúpa. Blóðrennslið var einhver innileg stað-
festing þess, að hann var lifandi. Hann var lifandi! Allt
annað var einskisvert.
Báturinn stefndi til hafs. Vélin hikstaði með jöfn-
um kippum, en þeir voru komnir mikið afleiðis.
Andrés reis hægt á fætur og gekk aftur á. Hann sá
stefnuna út undan sér, veik stýrissveifinni til í bandinu,
smurði vélina og fór höndum um hana með hægð og ró,
færði stýrissveifina enn á ný. Blóðið streymdi úr nösun-
um á honum. Hann sötraði blóðtaumana í sífellu upp í
uiunninn og skyrpti fyrir borð. Síðan gekk hann með
stórum skrefum fram á, þar sem skinnhúfan hans lá
eftir viðureignina. Það var blóðtjörn á þiljunum, þar
sem hann hafði legið. Hann setti upp húfuna og gekk
aftur á sinn stað, eins og hann væri aleinn á bátnum.
Andrés lagði kunnuglega að bryggjunni í kaup-
staðnum, öruggur og hæglátur, eins og hann átti vanda
Hann kastaði kveðju á þá, sem á bryggjunni stóðu,
steig upp úr bátnum með landfestina og batt hann sjálf-
ur- Hann veik sér með hægð undan allri hjálp.
— Hvenær kemur skipið? spurði hann.
— Klukkan sex, er búist við, svöruðu þeir á bryggj-
unni.
Andrés sagði ekki meira. Hann fór aftur út í bát-
lnn, athugaði vélina og gekk frá öllu.
— Þú ert einn á, sögðu þeir á bryggjunni.
— Eru menn heima hér? spurði Andrés, án þess
að gegna hinu.
— Ojá, var svarað. Þeir, sem ekki eru á sjó.
Maður stóð á bryggjunni, leit á blóðrennslið á þilj-
Unum og spurði:
-— Hefir þú verið í fiski í morgun?