Skírnir - 01.01.1934, Page 80
'74
Andrés Bergsteinsson.
[ Skírnir
— ÞaS hefir einn fiskurverið blóðgaður, sagði And-
rés, eins og út í hött.
Andrés lokaði vélarhúsinu, gekk stórum skrefum
upp bryggjuna og stakk við. Hann gekk rakleitt upp að
sýslumannshúsinu.
Hinum þótti atferli hans nýstárlegt, en róluðu frá
bátnum aftur upp í plássið.
Þá kom Jón upp úr hásetaskýlinu. Hann var kaldur
og torkennilegur, blóðugur og berhöfðaður. Hann gekk
aðra leið frá bryggjunni, upp að húsi læknisins.
En fréttin læsti sig óðar frá manni til manns í kaup-
staðnum, að eitthvað undarlegt hefði komið fyrir þá,
Bergsteinssyni.
Andrés gerði boð fyrir sýslumann. Stúlkan kom aft-
ur og bauð honum að koma inn og fá kaffi, sýslumaður-
inn væri að drekka kaffið.
Andrés neitaði boðinu og beið.
Gunnlaugur sýslumaður kom fram, stórvaxinn, góð-
legur maður, miðaldra, með hökutopp. Hann bauð And-
rési sæti í skrifstofunni. Sýsluskrifarinn sat þar við borð
og skrifaði.
— Hvernig stendur á yður, Andrés, að vilja ekki
kaffisopa? sagði sýslumaður. Eruð þér ekki að koma af
sjónum?
— Jú, sagði Andrés. En eg á annað erindi.
Sýslumanni brá við röddina og leit á manninn.
— Hefir nokkuð komið fyrir? spurði hann.
— Ojæja, sagði Andrés, rólega en þóttalega. Eg
liafði ásett mér að drepa mann, en hætti við það. Eg
veit ekki hvort réttara var.
Það varð dauðaþögn nokkra stund. Sýslumaður gaf
skrifaranum bendingu; hann stóð upp og gekk út.
— Gerið þér svo vel! sagði sýslumaður við Andrés,
og bauð honum inn í herbergið innar af. Hann benti hon-
um til sætis þegjandi og settist andspænis honum.
— Hvað eruð þér að segja, Andrés? sagði sýslu-
maður.