Skírnir - 01.01.1934, Page 83
Skírnir]
Andrés Bergsteinsson.
77
— Það byrjaði engan veginn. Eg ætlaði bara að
íleygja honum í sjóinn, þegar eg vissi allt saman.
— Hvenær vissuð þér það? spurði sýslumaður.
— Núna . . . um leið og eg fór.
— Eruð þér þá viss um, að þetta sé rétt, sem þér
haldið?
Andrés leit niður, eins og yfirkominn. Ef nú væri
því að heilsa, að þetta væri ekki rétt! Ef hnéð á honum
væri aftur orðið heilt og aldrei hefði neitt verið!
Sýsluskrifarinn opnaði hurðina og leit inn.
— Jón er kominn hér, sagði hann til sýslumannsins.
Sýslumaður fór fram, og Andrés sat aftur einn.
Hann heyrði að þeir gengu úr fremri stofunni eitthvað
inn í húsið. Og enn fannst honum eins og fyrr, að meira
væri við Jón haft. Sýslumaðurinn fór með hann inn í
fínni stofurnar.
Það leið löng stund. Sár söknuður kom yfir hann.
Hugsanir hansfrá því hann gekk niður bryggjuna heima
komu á ný. Ó, að þessi dagur hefði aldrei verið til!
Þessi vetur hafði verið eins og ný tilvera, allt var
nýtt og hreint og gott. Hann átti unga konu og nýjan
bát. Það var eins og hann kannaðist við allt, sem bátn-
um kom við og formennskunni. Það var hann allt búinn
að gera sér hugmynd um. En allt, sem konunni kom við,
Það kom honum á óvart, það var allt meira og öðruvísi
en hann hafði haldið. Hún bjó um rúmið þeirra með
fannhvítum línlökum; hann hvíldist við það eitt, að
hugsa til að hátta. Hún bar honum kaffi á bakka með
hvítum dúk, sem hún hafði sjálf saumað; matinn og
kökurnar hafði hún búið til. Það var ilmur og hlýja
af öllu, sem hún snerti, og allt breyttist í kringum hana
og varð einhvern veginn eins og hún sjálf. Hann tók
hendinni á dyrastafnum, þegar hann kom heim; það var
naerri því eins og að snerta á henni sjálfri. Einu sinni
um haustið, þegar þau voru nýlega gift, kom hann heim
af sjónum. Það var blástur og sólskin, og drifhvít skyrta
af henni hékk úti á snúru og blakti í þerrinum. Hann