Skírnir - 01.01.1934, Side 84
78
Andrés Bergsteinsson.
[ Skírnir
varð eins og feiminn og fann þennan undursamlega
mjúkleik, sem vafði sig um alla hans meðvitund. Hún
beið hans inni og var með hvíta hlýrasvuntu í dropótt-
um kjól. Hann hafði fyrir vana að þvo sér úr sjónum
og þerra sig á vélartvisti, til þess að koma æfinlega
hreinn heim. Nú fleygði hann af sér stígvélunum, úlp-
unni, peysunni, eins og til þess að komast nær henni,
vafði hana að sér og bældi sig að henni. Hann kyssti
hana ekki, en svalg í sig ylinn frá líkama hennar. Hún
kafroðnaði og augun urðu stór og skær. Hún strauk á.
honum hárið, og hún var mjúk og heit af æsku og kær-
leika.
Hún fylgdi honum á sjóinn og veik aldrei úr huga.
hans. Þegar hann rakti út lóðina, var hún með í verki.
Hún hafði beitt lóðina og lagt niður hvern öngul, og lóð-
in raktist betur en þó hann hefði sjálfur gert það. Það
var kalt að beita, þegar vetraði, og hann vildi ekki láta.
hana eiga við þetta. En ekki var við annað komandi en
hún gerði það, eins og hinar konurnar fyrir sína menn..
Honum þótti innilega vænt um það; undir niðri var hann
þess viss, að hann fiskaði betur, ef hún hafði farið hönd-
um um lóðina, og henni þakkaði hann allan afla sinn og
heppni í vetur. Hennar lán var með honum í öllu.
Svo kom Jón heim eftir nýárið. Hann þóttist ætla.
að lesa heima, en ranglaði hér og þar og var fullur. Svo
byrjaði hann að hengslast ö'llum stundum hjá þeim
Kristínu, og var þá óvenju glaður og upprifinn.
Einu sinni, þegar Andrés kom af sjónum og var að
drekka kaffið, sagði hann við Kristínu:
— Það fóru tvær lóðir hjá mér í eina flækjubendu.
Þú hefir verið eitthvað annars hugar við að beita.
Kristín hló.
— Það lá að! sagði hún. Jón vildi endilega leggja
niður. Þetta sagði eg, að svona færi!
— Var hann að beita með þér? sagði Andrés, held-
ur lágt. Það bar nýrra við, ef Jón var að vinna verk
til gagns, hugsaði hann.