Skírnir - 01.01.1934, Side 85
Skírnir]
Andrés Bergsteinsson.
79
En djúpt í huga sér hafði Andrés á þeirri stund
veður af því, að minna sakaði, þó að Jón flækti lóðina,.
ef ekki yrði neitt, sem verra var.
En eftir það var eitthvað í kring um hann, sem hann
gat ekki gert sér grein fyrir hvað var og ekki losnað við.
En nú var allt auðskilið. Stundum varð Kristín
skyndilega annars hugar, þar sem hún sat, gleymdi sér
og varð raunaleg. Stundum varð hún allt í einu svo
innilega blíð við hann og áfjáð. Einu sinni var sem ljós
vynni upp fyrir honum, og hjartað í honum hrökk til..
Þegar þau voru háttuð um kvöldið, lá hann lengi glað-
vakandi, og blóðið í honum ólgaði með undarlegri, sorg-
blandinni tilhlökkun. Hann setti hana sér fyrir sjónir,
þunga á sér og torkennilega í framan. Hún var að sofna,
en hann gat með engu móti sagt það, sem hann vildi.
Loks fór hann þó að tala við hana: Heyrðu, sagði hann,
°g svo kunni hann engin orð. Hann snéri henni að sér
°g spurði lágt og klaufalega. Hún svaraði dræmt ein-
hverjum óljósum orðum. — Þú skilur mig ekki, sagði
hann, og svo spurði hann beinlínis. Þá glaðvaknaði hún
°g reis upp til hálfs. — Nei, ekki held eg það! sagði
hún undrandi. — Hélztu það? sagði hún svo, hægt og
lágt, og vildi sofa.
Nú vissi hann, að á þeirri stund hafði hún verið
ljúga og svíkja; þá var hún orðin sek.
Síðan var allt eitthvað undarlegt. Hann var á hverju
augnabliki eins og hann fyndi á sér áhlaup. En hann
vissi ekkert hvað þetta var, og þau voru hvort öðru góð
°g betri en nokkru sinni fyrr.
Svo gekk hann upp frá bátnum, þegar honum fór
að leiðast eftir Jóni. Hann gat ekki verið að hanga yfir
Þessum flutningi í allan dag. Hann var þá eins grand-
laus og nokkur maður gat verið. Hann leit gegnum eld-
húsið, inn í stofuna; hann sá konuna sína, hvernig hún
lét fara með sig eins og flennu, hvernig hún lét beita sig
aflsmunum, hveniig hún lét djöfuls flagarann háma sig
°g svívirða sig með klúru atferli. Þetta var ekki í fyrsta