Skírnir - 01.01.1934, Page 88
82
Andrés Bergsteinsson.
[ Skírnir
um þá ekki báðir lifandi fram, ef eg sé hann þar. Eg
geri yður aðvart um þetta!
Sýslumaður undraðist, að Andrési virtist nú runnin
reiðin, og þó talaði hann svo. En örlög mannsins sjálfs
voru honum nú ríkust í hug. Frammi fyrir honum stóð
fatlaður sjómaður, þokkalega búinn, en heldur veigalít-
ill, merktur af ógæfunni. Sýslumaður gekk að Andrési
og lagði höndina á öxl hans. Andrés var eins og dreng-
ur frammi fyrir honum.
— Má eg ekki segja við þig eitt orð sem vinur þinn
og vinur föður þíns, sagði hann. Það, sem þú gerir ung-
ur, áttu að búa við allt þitt líf, til dauðans. Gáðu vel að
því, sem þú gerir í dag.
Sýslumaður var hrærður og göfugur í máli. Andrés-
leit upp til hans og hlýnaði á svipinn.
— Þú átt unga og indæla konu, Andrés. Enn þá
áttu hana, og enn má bæta allt og græða, þó að einhver
misskilningur sé nú í dag. Gættu þín vel, að þú hafir
hvorki hana né aðra fyrir rangri sök. Gerðu ekki neitt,.
sem getur orðið ykkur báðum til hörmungar, meðan
þið lifið.
Andrés horfði á sýslumanninn með ægilegri rósemi.
— Eg hefi ekki gert það, sem verður okkur tiL
hörmungar, sagði hann.
Gunnlaugi sýslumanni fannst eins og hann stæði
undir þverhníptu fjalli, sem hann hefði ætlað að ýta úr
stað. Hann hörfaði ósjálfrátt aftur á bak.
Andrés Bergsteinsson sagði enn: — Eg á enga
konu framar. Eg ætla ekki að leggja mér til munns.
hundétnar leifar.