Skírnir - 01.01.1934, Page 91
Skírnir] Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga.
85
góðar, eru ættgengar, arfur, sem forfeður þeirra og for-
mæður höfðu skilið þeim eftir til umráða. En arfinum
fylgdi sú ábyrgð, að gæta þess, að hann spilltist ekki
við að blanda blóði við verri ættir. Þetta höfðu forfeður
vorir jafnan hugfast, er þeir leituðu sér kvonfangs og
þess vegna veittu þeir andlegum og líkamlegum einkenn-
um manna nána athygli. Til þess að verja ættina spell-
um, varð að hafa sívakandi auga á því, í hvora ættina
menn sóru sig, sbr. t. d. ummæli Ólafssona pá um hálf-
bróður föður síns, Lamba Þorbjarnarson, er tekið hafði
þátt í drápi Helga Harðbeinssonar: Þeir „kváðu hann
meir hafa sagzt í ætt Þorbjarnar skrjúps en Mýrkjart-
ans írakonungs“. í Vatnsdæla sögu segir Sæmundur um
Hrolleif bróðurson sinn: ,,En þat er mitt hugboð, at
verr sé þér fengit móður enn föður, ok mjök em ek hræddr
um, at þú sér meirr í hennar ætt en föðurfrænda“.
Eitthvert merkilegasta dæmið um þessa glögg-
skyggni íslenzkra sagnaritara á ættgengi eiginleikanna
er að finna í Egils sögu Skallagrímssonar. Höfundurinn
hefir veitt því nána eftirtekt og vekur oft athygli lesand-
ans á því í frásögn sinni, að ætt Mýramanna var sem of-
in úr tveimur meginþáttum, öðrum svörtum og ljótum
(Kveldúlfur, Skallagrímur og Egill), en hinum hvítum
°g fögrum (Salbjörg kona Kveldúlfs, Þórólfarnir, Þor-
steinn Egilsson og Helga hin fagra). Þessar tvær and-
stæður berjast um yfirráðin í ættinni. Ýmist var það
hvíti þátturinn eða sá svarti, er réð útliti einstaklinga
ættarinnar. Þessu hefir höfundurinn tekið eftir. Það er
engu líkara en að hann hafi haft hugboð um arfgengis-
!ögmál Mendels, sem fundin voru upp 6 öldum síðar,
nni að eiginleikarnir erfist hver öðrum óháðir, er hann
í lok sögunnar lýsir þannig þessum tveim andstæðu öfl-
um í ætt Mýramanna: „Lengi helzt þat í ætt þeiri, at
menn vóru sterkir ok vígamenn miklir, en sumir spakir
at viti. Þat var sundrleitt mjök, þvíat í þeiri
ætt hafa fæðzt þeir menn, er fríðastir hafa verit á fs-
landi, sem var Þorsteinn Egilsson ok Kjartan Óláfsson,