Skírnir - 01.01.1934, Side 92
86
Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsing-a. [Skírnir
systrson Þorsteins, ok Hallr GuSmundarson, svá ok
Helga hin fagra, dóttir Þorsteins, er þeir deildu um
Gunnlaugr ormstunga ok Skáld-Hrafn, enn fleiri vóru
Mýramenn manna ljótastir“.
í boðum og á mannfundum hafa menn haft sér-
stakt tækifæri, til þess að veita útliti manna eftirtekt,
og er ekki ósennilegt, að margar mannlýsingarnar séu
þar til orðnar. Efalaust má telja, að hin agasama öld,
er þá ríkti hér á landi, hafi átt talsverðan þátt í því að
þroska mannþekking forfeðra vorra. Fornmenn þurftu
sífellt að vera á verði gegn óvinum sínum. Oft þurftu
þeir að njósna um áform þeirra og athafnir, og kom það
sér þá að góðu haldi að hafa tamið sér, að veita útliti
manna nána athygli og að vera mannglöggur. Ljóst
dæmi um þetta er að finna í Laxdæla sögu. Helgi Harð-
beinsson hefir haft erfiða drauma. Hann á sér ills von
og uggir um sig. Hann sendir því smalasvein sinn út um
skóga að „hyggja at mannaferðum eða hvat hann sæi
til tíðenda“. Sveinninn sér níu manna hóp, og festir sér
útlit þeirra allra vel í minni. Hann skýrir því næst hús-
bónda sínum svo greinilega frá búnaði þeirra og útliti,
að Helgi þekkir glöggt sérhvern þeirra.
Fátt sýnir betur, hve mikla rækt fornmenn hafa
lagt við mannlýsingar sínar heldur en íslenzk tunga. Orð
og orðatiltæki, er fyrir koma í fornritunum og lýsa eiga
líkamseinkennum manna og fasi, munu vera hátt á ann-
að hundrað að tölu. Mörg þeirra eru hugsuð af hárfínni
nákvæmni. —
Heimildum þeim, sem stuðzt hefir verið við, við
samningu þessarar ritgerðar, má skipta í tvo flokka. í
fyrri flokknum eru þau fornrit, er telja má að skýri frá
sönnum atburðum, og eru þau þessi: íslendingasögur,
Islendingaþættir, Heimskringla, Sturlungasaga og Bisk-
upasögur hinar eldri. Þessi heimildaflokkur geymir sæg
lýsinga á líkamseinkennum manna, sem gera má ráð
fyrir, að hafi litið þannig út, eins og þeim er lýst í forn-
ritunum. Að vísu er þess að gæta, að flestar þessar lýs-