Skírnir - 01.01.1934, Page 93
Skírnir] Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga.
87
ingar eru ekki skráðar fyrr en 200—300 árum eftir að
t»ær urðu til, eins og líka segja má um flest íslenzk
fornrit. Sú hugsun liggur því nærri, að þær kunni að
hafa brjálazt í meðferðinni á svo löngum tíma og við
skráninguna fengið á sig nokkuð annan svip en þær
höfðu í upphafi. Það má líka geta sér þess til, að sam-
úð eða andúð sagnaritaranna með sögupersónunum hafi
oft og tíðum ráðið nokkru um það, hvernig þeim var
lýst; m. ö. o. að þeir hafi fegrað (,,idealiserað“) þær per-
sónur, er voru þeim að skapi, en gert hinar, er þeim
gazt miður að, ljótari en þær voru í raun og veru. Þessa
mun þó gæta langtum minna en ætla mætti. Flestar lýs-
ingarnar bera á sér augljós sannindamerki og hlutleys-
isblæ, eins og frásögn sagnaritaranna yfirleitt. Það mun
því óhætt að treysta þeim í öllum höfuðdráttum. Og þó
að langt hafi verið um liðið frá því að þær urðu til og
t>ar til þær voru skráðar, þá ber þess að gæta, að minni
^nanna á þeim dögum var óefað langtum þjálfaðra og
betra heldur en nú tíðkast. Gildi forníslenzkra mann-
iýsinga þessa heimildaflokks má því óefað telja ekki
Winna en sögulegt gildi frásagnarinnar yfirleitt.
í síðari flokknum eru þær heimildir, er ekki hafa
sagnfræðilegt gildi, t. d. Fornaldarsögur Norðurlanda,
Sæmundaredda og Snorraedda. Persónur þær, er þessi
fornrit segja frá, eru fæstar sögulegar og út frá því
sjónarmiði séð hafa lýsingar á þeim ekkert gildi. En
þær geyma samt sem áður mikilsverðan fróðleik um þær
þugmyndir, er forfeður vorir gerðu sér um útlit manna,
°8' einkum getum vér af þeim kynnzt fegurðarhugsjón
þeirrar tíðar manna mjög vel, t. d. af Rígsþulu, sem síð-
ar mun verða vikið að. Að öðru leyti verður þessi heim-
ildaflokkur ekki ræddur hér nánar.
Verkefni þessarar ritgerðar er að vinna úr mann-
lýsingum hinna sögulegu heimilda, er að ofan getur. Mér
telst svo til, að þær séu 174 að tölu; þar af eru 154 lýs-
ingar á íslenzkum mönnum, en 20 lýsingar á erlendum
^nönnum, flestum norskum. Nú er tilgangur þessarar