Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 94
88
Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga. [Skírnir
greinar fyrst og fremst sá, að bregða nokkurri birtu
yfir þá spurningu, hvernig elztu forfeður vor fslend-
inga muni hafa verið útlits, og til hverra kynstofna
muni bera að telja þá. Eg tel því, að fyrir þetta rann-
sóknarefni hafi lýsingar á hinum erlendu mönnum enga
beina þýðingu, og hefi eg því sleppt þeim hér.
Enda þótt forníslenzkar mannlýsingar beri vott um
glöggskyggni og skarpleik á óvenjulega háu stigi, þá
er auðvitað ekki við því að búast, að þær hafi eins mik-
ið gildi og rannsóknir þær, sem gerðar eru nú á dögum
samkvæmt reglum mannfræðinnar. Þó að sumum mann-
lýsingunum svipi mjög til nútíma mannfræðiathugana,
þá eru þær yfirleitt ekki gerðar eftir vísindalegum sjón-
armiðum, hvað þá mannfræðilegum. Þetta verður jafn-
an að hafa hugfast við lestur þess, sem hér fer á eftir..
Athugum fyrst þau líkamseinkenni, sem lýst er í
fornritunum.
Líkamsvöxtur. Um líkamshæð er alls getið 126
sinnum eða oftar en um nokkurt annað líkamlegt ein-
kenni. Af lýsingarorðum þeim, sem notuð eru til þess
að tákna hana, eru þessi algengust: ,,mikill“, „mikill
maðr vexti“, ,,hár maðr vexti“, „manna lengstr", „hár
meðalmaðr“, „ekki mikill vexti“, „meðalmaðr vexti“,
„lágr maðr“, „lítill maðr“, „lítill vexti“. Aðeins einu
sinni er líkamshæð nánar tiltekin. Er það í lýsingunni á
Klaufa Snækollssyni: „Hann var þverrar handar ok fimm
alna hár“. Líkamshæð þessi virðist harla ótrúleg, enda
ekki ósennilegt, að hún sé allmikið orðum aukin. Hins
vegar má af henni ráða, að Klaufi muni hafa verið með
afbrigðum hár maður vexti. Ýmislegt bendir og til þess,
að mjög hár líkamsvöxtur hafi verið mun tíðari á þeim
dögum hér á landi, heldur en hann nú er.
Þessar 126 lýsingar á líkamshæð skiptast þannig:
Miklir eða háir vexti ................... 93
Meðalmenn vexti ......................... 14
Litlir eða lágir vexti .................. 19