Skírnir - 01.01.1934, Síða 97
Skírnir] Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga.
91
arnafnið „hinn hvíti“, „hinn rauði“, „hinn svarti“, og
telst mér til, að þau komi fyrir, sem hér segir:
„Hinn hvíti“ .................... 39 sinnum
„Hinn rauði“ ...................... 22 —
„Hinn svarti“...................... 29 —
Ekki verður alltaf sagt með vissu um, hvort kenn-
ingarnöfn þessi eiga heldur við háralit eða hörundslit.
En svo er að sjá, sem mjög oft eigi þau við hvorttveggja.
Alltíð eru og mannanöfnin: Svartr, Svertingr, Svart-
höfði, Surtr, Kolr og Rauðr, og má ætla, að þau hafi oft
verið dregin af útliti þeirra, sem báru þau.
Um gerð hársins er getið langtum sjaldnar en um
lit þess. Sjö manna er getið, er voru skrúfhárir eða
hrokkinhærðir. Er hér um að ræða einkenni, er menn
telja runnið frá negrakynstofnum. Er það allalgengt
meðal Miðjarðarhafskynsins, og álíta menn, að það hafi
hlotið þetta einkenni af kynblöndun við Negra. Önnur
einkenni, sem þeim eru eignuð, er skrúfhárir eru nefnd-
ir. benda til þess, að hér sé um Miðjarðarhafskyn að
ræða.
Aðrar lýsingar á gerð hársins eru þessar: „rétthár“,
..hærðr vel“, „hærðr vel ok fell með lokkum“. Þessar lýs-
ingar eru oftast í sambandi við hvítan eða ljósan hára-
ht. Ennfremur er tvisvar getið um strýtt hár. Svartir og
strýhærðir voru einnig Skrælingjarnir, sem íslendingar
fundu í Vínlandi hinu góða. Um sveip í hári er getið
tvisvar sinnum. Mikill hárvöxtur er nefndur nokkrum
sinnum og þá einkum í sambandi við ljóst hár. Loks má
&eta þess, að 6 sinnum er getið rauðskeggjaðra manna.
Litarháttur. Lýsingar á hörundslit eru alls 38 að
tölu. Þær skiptast þannig:
Hvítir á hörund, hörundljósir, lit-bjart-
ir o. s. frv............................ 17
Skolbrúnir, dökklitaðir, dökkir á skinn . . 15
Fölleitir, föllitaðir....................... 3
Rauðleitir, rauðlitaðir..................... 3