Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 98
92
Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga. [Skirnii*
Hvíti eða ljósi hörundsliturinn er jafnan samfara.
Ijósu hári eða bleiku. Hins vegar eru þeir, sem nefnd-
ir eru skolbrúnir eða dökkir á skinnslit, oftast líka dökk-
hærðir. Með lýsingarorðinu ,,fölleitr“ mun ekki vera átt
við ljósan hörundslit, heldur við frekar gulleitan eða
ljósbrúnleitan hörundslit, sem algengur er meðal Mið-
jarðarhafskynsins og dínariska kynstofnsins. Önnur lík-
amseinkenni þeirra, sem fölleitir eru kallaðir, benda og
í þá átt.
Um freknótta menn er getið 5 sinnum og alltaf í
sambandi við rauðan háralit.
Andlitsfar. Eins og að líkum ræður, hafa forn-
menn ekki veitt neinum líkamshluta jafn nána athygli
eins og höfðinu. Einstökum hlutum andlitsins er oft lýst
vel og nákvæmlega. Þó er sá galli á, að sjaldan verður
ráðið af lýsingunum, hvernig hafi verið hlutfallið milli
lengdar og breiddar hauskúpunnar. Er sá skortur mjög
tilfinnanlegur, með því að það er eitt hið þýðingarmesta
einkenni, er vér höfum, til þess að ákveða, til hvaða kyn-
stofns beri að telja menn. Það mun þó mega ganga að
því vísu, að þeir, sem kallaðir eru breiðleitir, ennisbreið-
ir og skammleitir muni a. m. k. hafa haft allmikla haus-
kúpubreidd. Hins vegar munu þeir, sem nefndir eru
langleitir og réttleitir í andliti, hafa haft langt höfuð
og mjótt.
Heimildirnar geta 7 manna, er voru réttleitir, 3, er
voru langleitir, 3 eru sagðir breiðleitir, 3 ennisbreiðir og'
1 skammleitur.
Lýsingar á nefi eru aðallega tvenns konar. Annars
vegar er nef með lið á, sem er jafnframt oft hafið upp
framanvert. Þetta neflag hefir eftir því, sem séð verð-
ur, verið í talsverðum metum. Hins vegar eru þeir, sem
sagðir eru hafa verið nefljótir eða digurnefjaðir, en
ekki verður sagt um með neinni vissu, hvers konar nef-
lag muni vera átt við með þessum orðum.
Lýsingar á munni koma fyrir um 8 menn, og oftast,,