Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 99
Skírnir] Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga.
93
■ef þeir hafa verið munnljótir eða tannberir. Önnur lýs-
ingarorð, er lýsa munninum, eru þessi: Munnvíður: 1,
frammynntur: 1, opinmynntur: 1.
Um langan háls er getið 4 sinnum, um digran háls
tvisvar sinnum. Um 2 menn er sagt, að þeir hafi verið
þökubreiðir og hökumiklir. Og loks er getið tveggja
manna, er voru stórbeinóttir í andliti.
Lýsingar á augnalit koma fyrir, sem hér segir:
Bláeygir................................... 4
Fagureygir, bjarteygir..................... 5
Svarteygir................................. 4
Þeir, sem kallaðir eru fagureygir eða bjarteygir,
hafa vafalaust haft ljós augu. Um augnaumbúnaðinn
fáum vér því miður litla vitneskju úr heimildunum.
Tvisvar er talað um miklar brúnir og þrisvar um svartar
augnabrýr. Önnur lýsingarorð, er nokkuð má ráða af
um legu augnanna og augnaráðið, eru þessi: „opineygr,
úteygr, mjög eygðr, eygðr mjög og lágu vel augun,
snareygr, fasteygr, skoteygr, margeygr furðulega, og
dapreygr“.
Af lýsingarorðum þeim, er hinir fornu sagnaritar-
ar notuðu, til þess að lýsa útliti manna, eru fá, sem koma
3afn oft fyrir eins og orðin „fagr“, „fríðr sýnum“ og
»ljótr“. Enda þótt orð þessi lýsi ekki sérstökum líkams-
einkennum, þá má þó ýmislegt af þeim ráða um útlit
Þeirra manna, er þau eru notuð um. En þá verðum vér
fyrst að gera oss grein fyrir, við hvað forfeður vorir
áttu, er þeir töluðu um, að þessi eða hinn væri „fagr“
eða „ljótr“. Hver líkamseinkenni þótti þeim fögur og
hver ljót? Með öðrum orðum: Hvernig var fegurðar-
Tugsjón forfeðra vorra?
Um orðið „fagr“ (á ensku ,,fair“) vitum vér, að
t>að merkti ekki aðeins fríður, fallegur, heldur einnig
bjartur. Það má því ganga að því vísu, að þeir menn,
sem í fornritunum eru nefndir fagrir, hafi yfirleitt ver-
ið bjartir ásýndum, þ. e. ljósir bæði á hár og hörund,