Skírnir - 01.01.1934, Síða 100
94
Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga. [Skírnir
enda eru nær allir þeir, sem sagt er um, að hafi verið
fagrir eða fríðir sýnum, ljóshærðir og ljóslitaðir, ef út-
liti þeirra er lýst nánar. í sérstökum metum virðist gult
eða bleikt hár hafa verið. Er svo að sjá, sem málmgljái
sá, er oft fylgir gulu eða bleiku hári, hafi fallið forn-
mönnum mjög vel í geð, og þó einkum á konum, sbr.
lýsinguna á Helgu hinni fögru: „Ilár hennar var svá
mikit, at þat mátti hylja hana alla, ok svá fagurt sem
gullband“. Jarpt eða dökkjarpt hár hefir yfirleitt ekki
þótt fagurt, hins vegar hefir ljósjarpt og brúnt hár fall-
ið vel í geð. Ekki verður sagt með vissu, hvort rauður
háralitur hafi þótt fagur á þeim dögum. I Laxdælu er
sagt um Ármóðssyni, að þeir hafi verið „rauðir á hárslit
olc freknóttir í andliti ok þ ó vel sýnum“. Hins vegar
er Grettir kallaður „fríðr maðr sýnum“, enda þótt hann
væri bæði freknóttur og rauðhærður.
Svart hár nýtur auðsjáanlega engrar hylli hjá
sagnariturunum. Það hefir þótt annarlegt, og verið lit-
ið á það sem merki um annan kynstofn. Svartir á hár
hafa langflestir þeirra manna verið, sem ljótir eru kall-
aðir. Vér sjáum af þessu, að hárið hefir þótt því feg-
urra, sem það var Ijósara, — því ljótara, sem það var
dekkra.
Eftirtektarvert er það einnig, að þegar skýrt er frá
vondum draumum, er menn hefir dreymt, þá eru draum-
mennirnir nær undantekningarlaust „svartir ok illmann-
legir“. I góðum draumum birtast hins vegar bjartir menn
og fagrir.
Sama hugsun kemur fram í vísu Gunnlaugs orms-
tungu um hirðmann Eiríks jarls Hákonarsonar:
Hirðmaðr er einn,
sá er einkar meinn,
trúið honum vart;
hann er illr ok svartr.
Hvað snertir gerð hársins, þá virðist rétt hár eða
hár, sem féll í lokkum á herðar niður, hafa verið í mest-
um metum. A. m. k. eru þeir, sem nefndir eru rétthárir,