Skírnir - 01.01.1934, Side 101
Skírnir] Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga.
95
°ftast taldir fríðir sýnum og aldrei ljótir. Að hrokknu
hári virðist fornmönnum ekki hafa getist vel. Þó er tal-
að um einn mann, Pál biskup Jónsson, sem hafi verið
>»hrokkinhárr ok fagrhár".
Þá hefir það einnig þótt fegurðarlýti, að hafa sveip
1 hári, eins og sagt er að þeir hafi haft Kormákur og
Skarphéðinn. Það sést bezt af orðum Steingerðar um
elskhuga sinn, Kormák, er hún kveður hann „vænan at
öllu sem bezt, þó er eitt lýti á — hárit er sveipt í enn-
inu“.
Sama gildir um húðina, sem um hárið. Dökk húð
hefir þótt bera vott um annan kynstofn, og hefir aldrei
þótt fögur. Hún kemur yfirleitt aðeins fyrir hjá þeim,
sem ljótir eru kallaðir, og oftast í sambandi við dökk-
Jarpt eða svart hár. Aðeins hvít eða ljós húð hefir þótt
fögur. Allir þeir, sem fagrir eru kallaðir, hafa, að nokkr-
Utn undanteknum, hvíta húð, ef útliti þeirra er á annað
öorð nánar lýst. Hvít húð hefir verið einhver veigamesti
liðurinn í fegurðarhugsjó'n forfeðra vorra. Jafnvel menn
^ueð dökkt hár og dökk augu eru kallaðir fagrir, ef þeir
hafa Ijósa húð.
Ef fögrum augum er lýst nánar, þá eru þau nær
andantekningarlaust björt eða blá. Um ljót augu er að
visu aldrei talað í fornsögunum, en auðsætt er þó, að
svört augu hafa ekki þótt fögur, sbr. orð ambáttarinn-
ar um Kormák við Steingerði unnustu hans: „Svört eru
augun, systir, ok samir þat eigi vel“.
Um andlitsfarið er það að segja, að mjóg mjóleit
andlit virðast fornmönnum ekki hafa fallið í geð. Menn,
sem þykja bera af öðrum að fríðleik, eru oft og tíðum
breiðleitir og fullir að vöngum, líkt og Bolli Bollason.
Grettir, sem var bæði breiðleitur og skammleitur og auk
l5ess bæði rauðhærður og freknóttur, er t. d. kallaður
fríður sýnum.
Hvað snertir líkamsvöxtinn, þá er auðsætt, að forn-
^oenn hafa haft mestar mætur á stórum mönnum og
þreklega vöxnum, herðabreiðum og miðmjóum. Mikils-