Skírnir - 01.01.1934, Side 103
Skírnir] Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga.
97
Afa og Ömmu, Föður og Móður. Hann getur sinn son-
lnn við hverri konunni. Sá fyrsti, sonur Eddu, nefndist
Þræll; hann var hörundsvartur, hafði hrokkið skinn á
höndum og kroppna knúa, digra fingur, fúllegt andlit,
lotinn hrygg og langa hæla. Þír nefndist kona Þræls;
hún hefir sólbrunninn arm og niðurbjúgt nef. Synir
þeirra og dætur bera nöfn, er oft virðast dregin af út-
hti þeirra. Synirnir heita: „Hreimr ok Fjósnir, Klúrr ok
Kleggi, Kefsir, Fúlnir, Drumbr ok Digraldi, Dröttr ok
Hösvir, Lútr ok Leggjaldi"; dæturnar heita: „Drumba
°k Kumba, Ökkvinkálfa ok Arinnefja, Ysja ok Am-
bátt, Eikintjasna ok Trönubeina (þaðan eru komnar
brsela ættir)“. Sonur Ömmu hét Karl; hann var rauður
°S rjóður, „riðuðu augu“. Snör nefndist kona Karls.
Synir þeirra voru þessir: „Halr ok Drengr, Höldr, Þegn,
Smiðr, Breiðr, Bóandi, Bundinskeggi, Búi ok Boddi,
Hrattskeggr ok Seggr“. Dætur þeirra hétu : „Snót, Brúðr,
Svanni, Svarri, Sprakki, Fljóð, Sprund ok Víf, Feima,
Histill; þaðan eru komnar karla ættir“. Sonur Móður
hét Jarl. Hann hafði bleikt hár, bjarta vanga, ötul augu
sem yrmlingur. Kona hans Erna var mjófingruð, hvít og
horsk.
Vér sjáum af þessum lýsingum, að fornmenn hafa
hugsað sér stéttirnar búnar vissum líkamseinkennum,
sem voru því fegurri, sem stéttin stóð ofar í þjóðfélag-
lnu> ■— því ljótari, sem hún stóð neðar.
Mannlýsingar þær, er hér hafa verið gerðar að um-
^alsefni, bera þess ljósan vott, að íslenzkir landnáms-
menn geta með engu móti hafa verið af einum og sama
kynstofni sprottnir. Til þess eru andstæðurnar í lýsing-
unum alltof miklar. Hér ægir saman hinum sundurleit-
Ustu einkennum: Svörtu hári og ljósu, ljósum hörunds-
ht og dökkum, hrokknu hári og réttu, svörtum augum
°& bláum, lágum mönnum og háum.
Við nánari athugun komumst vér að raun um, að
tlokka má lýsingarnar í þrjá höfuðflokka eftir því, hve
7