Skírnir - 01.01.1934, Síða 105
Skírnir] Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga.
99
stofn virðist aðallega hafa flutzt hingað til lands vestan
um haf frá írlandi, Skotlandi og Bretlandseyjum. Þó er
þess að gæta, að nokkrir þeirra manna, er bera á sér ein-
kenni hins dinariska kynstofns, hafa a. m. k. að einhverju
leyti verið ættaðir frá Noregi. Bendir þetta til þess, að
sumir norsku landnámsmannanna hafi að nokkru leyti ver-
blandaðir dinarisku blóði, er þeir munu hafa sótt vest-
ur um haf, áður en þeir fluttu til íslands. H. Bryn telur lík-
le&t, að til dinariska kynstofnsins muni mega rekja skáld-
skapargáfu íslendinga, sem hafi komizt hér á langtum
hærra stig heldur en nokkurn tíma í Noregi.x) Guðmund-
Ur Finnbogason hefir bent á það, að skáldskapargáfan í
Noregi hafi aðallega dafnað í fáeinum ættum og hafi flutzt
með þeim til Islands. 1 2) Sum þeirra skálda, er ættuð voru
frá Noregi, hafa eftir lýsingum að dæma verið af dinar-
iskum kynstofni.
1 þriðja flokki er um að ræða líkamseinkenni Mið-
jarðarhafskynsins. Önnur einkenni, er fyrir koma í mann-
lýsingunum og sem eiga mjög vel við þann kynstofn, eru
bessi: „hrokkinhærðr, margeygr furðulega, skjótr, hvatr,
kvikr“. Frá þessum kynstofni hyggur Bryn, að íslending-
ar hafi fengið hauskúpulengd sína, sem er meiri en hjá
Uokkurri annarri þjóð (19,73 cm). Þessi kynstofn virðist
aðallega kominn vestan um haf, og þó ber þess einnig að
geta í þessu sambandi, að sumir þeirra manna, er bera á
sér einkenni Miðjarðarhafskynstofnsins, hafa a. m. k. að
einhverju leyti verið ættaðir frá Noregi, t. d. Þormóður
Bersason kolbrúnarskáld (langafi hans í föðurætt Gunn-
björn, sá er fann Gunnbjarnarsker, var ættaður úr Nor-
egi). Þormóði er þannig lýst: „Hann var þegar á unga
aldri hvatr maðr ok hugprúðr, meðalmaðr vexti, svartr á
hárslit ok hrokkinhærðr“.
Lýsingar á mönnum af Alpakyni koma ekki fyrir, svo
1) Halvdan Bryn: „Íjber den Ursprung des islandischen Vol-
kes“ í Festskrift til Rektor J. Quigstad, bls. 8—26. Tromsö 1928.
2) Guðmundur Finnbogason: íslendingar, Reykjavík 1933.
7*