Skírnir - 01.01.1934, Síða 106
100
Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga. [Skírnir
að fullyrt verði, í mannlýsingunum, og hlýtur þó eitthvað
af þeim kynstofni að hafa flutzt hingað til lands, eftir því
sem rannsóknir Guðm. Hannessonar hafa leitt í ljós.
Hér að framan er þess getið, að sum af þeim einkenn-
um, er fyrir koma í mannlýsingunum, gætu átt við hinn
svonefnda Dalakynstofn. Dalakynið álíta mannfræðingar
vera leifar Cromagnon-kynstofnsins, sem, áður en sögur
hófust, var allútbreiddur í vesturhluta Evrópu og ef til
vill víðar. Nafn sitt hefir hann hlotið af Dalarne í Sví-
þjóð, þar sem einkum hafa fundizt leifar af honum. Fritz
Kern *) og Fritz Paudler -) telja höfuðeinkenni hans vera
þessi: Hár líkamsvöxtur, mikil hauskúpulengd, breiðleitt
og skammleitt andlit, gulur eða bleikur háralitur. Sumar
mannlýsingarnar gætu því vel átt við þennan kynstofn.
H. Bryn hyggur sig hafa fundið leifar af Cromagnon-
kynstofni í Tydal í Suður-Þrændalögum.:!) Helztu ein-
kennin, sem hann eignar honum, eru þessi: Hár líkams-
vöxtur, mikil hauskúpulengd, breiðleitt andlit, breitt nef,
dökkur hára- og augnalitur. Þessi skoðun Bryns ríður því
í bága við skoðun þeirra Kerns og Paudlers í verulegum
atriðum. Hins vegar kemur lýsing Bryns á líkamseinkenn-
um Cromagnon-kynsins mjög vel heim við lýsingu þá, sem
vér höfum af dökka þættinum í ætt Mýramanna. Egill
Skallagrímsson var t. d mikill vexti, svarteygur og svart-
hærður, ennisbreiður og hafði ákaflega digurt nef.
í tímaritinu „Nature“ 1931 birtust greinar eftir C.
C. Seligman og Michael Perkins um risavaxtareinkennin
og hamremmina í ættum þeim, sem komnar voru af Úlfi
hinum óarga. Þar er þess meðal annars getið til, að út-
gróska („acromegaly") hafi valdið miklu um líkamsvöxt
1) Fritz Kern: „Artbild und Stammbaum der Deutschen“,
Munchen 1927.
2) Fritz Paudler: „Die hellfarbigen Rassen“, Heidelberg 1924.
3) H. Bryn und K. E. Schreiner: „Die Somatologie der Nor-
weger“, Oslo 1929.