Skírnir - 01.01.1934, Síða 112
106
Höfðingjabragur með Aröbum og' íslendingum. [Skírnir
sem nefnast Jemenitar eftir Jemen, hinnifrægu „Arabia
felix“, á íslenzku Arabía hin farsæla.
Sigurinn við Khazázá gerbreytti lund Kuleibs og
gerði hann ofstopafullan og rembilátan. Hann tók nú
til að kúga þær kynkvíslir, sem undir hans valdi lentu,
og bannaði mönnum meðal annars að beita lönd þau,
himá, sem undir hann voru gefin, en úr því þorði enginn
maður að láta úlfalda sína grípa niður þar eða brynna
þeim úr þeim vatnsbólum, sem í hans landareign voru.
Ofstopi hans keyrði jafnvel svo úr hófi, að hann tók
villidýrin undir vernd sína og kvað þau vera í griðum,
djiwár, með sér, og bannaði að veiða þau eða gera þeim
nokkuð til meins.
Þjóðsagan segir, að svo hafi borið við dag nokkurn,
að gömul aðkomu-úlfaldahryssa, sem hét Saráb, lagði
leið sína um beitilönd Kuleibs og ílæktist inn í úlfalda-
hjörð hans, þegar hún var að fara til vatnsbólsins. Þá
varð Kuleib hinn reiðasti og skaut ör í júgur úlfalda-
hryssunnar, en hún tók viðbragð mikið og hljóp baul-
andi af sársauka heim að tjaldstað eigandans.
Eigandinn, Sá’d, var utanhéraðsmaður, sem var í
heimsókn hjá húsfreyju einni, Basús bint Munqadli, og
þá að lögum gestrisninnar í griðum með henni. Basús
leitaði því um þetta á náðir Djassás b. Murra, bróður
Djalíla, konu Kuleibs, því að hún var sjálf móðursystir
Djassás og í griðum með honum. Basús var kvennskör-
ungur hinn mesti, á borð við þær Guðrúnu Ósvífursdótt-
ur og Hallgerði langbrók, og var langrækin sem þær og
kunni ekki síður en þær að eggja karla til stórræða. Hún
kvað vísur nokkrar, er frýðu Djassás hugar, og urðu þær
frægar og heita muwatlithibáth, en það þýðir frýjuorð.
1 þeim eru þessi erindi: H
1) Þessum erindum og þeim, sem á eftir fara, hefir Guðbr.
Jónsson góðfúslega komið undir íslenzkan bragarhátt eftir þýðingu
minni úr arabísku. Bragarhættirnir eru auðvitað íslenzkir, því að
ekki þótti henta að stæla hina aröbsku hætti. — Þess skal getið, að
að i og u í arabiskum orðum eru borin fram sem í og ú.