Skírnir - 01.01.1934, Page 113
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
107
Viljir þú ei Sá’d
svikinn verða,
því ei er þeim mönnum
þann veg farið,
að virði þeir grið,
verjast skalt þú sjálfur.
Hefð’ eg í Munqadhs
húsum dvalið,
víst er um það,
að verið ei hefði
gengið á hlut þinn
í gi'iðum mínum.
Nú er eg á vist
með verum slíkunr,
að komist vágestur,
vargur, í hjörðu
látinn er hann bíta
lömb fyrst af mér.
Reiddist Djassás vísunum mjög, og eitt sinn er hann
frétti að Kuleib hefði farið vopnlaus heiman að, lagði
hann á blesóttan hest, sem hann átti, reið að heiman og
veitti Kuleib eftirför. Þegar saman dró með þeim og
Rjassás reið fram á Kuleib, kallaði Djassás til hans:
>>Vert þú var um þig, því að ég ætla að vega að þér“.
Kuleib leit ekki aftur og svaraði: „Hafir þú slíkt í
^uga, þá kom þú framan að mér“, því hann var svo rembi-
íátur, að honum þótti sér það ósæmandi að líta við. Þá
skaut Djassás til hans spjóti og kom í bak honum, og
Sekk sundur hryggurinn. Féll Kuleib til jarðar og beið
nn bana síns.
Það er um fornsögur Araba sem um fornsögur Is-
lendinga, að þar er aragrúi af vísum, og í þessari sögu
eru Rka allmargar. Varð nú Kuleib þyrstur mjög, og
kvað hann þá: