Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 116
110
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnir
höfðingi mikill og skáld, vildi ekkert lið leggja, og kvað
sér hvergi sæma að gerast aðili þeirrar sakar, er xnsi
af því, að Kuleib hafði verið veginn vegna afsláttar-
úlfaldahryssu.
Úr þessum ógöngum komst Sjaibán-ættin þó loks
sakir þess, að Muhalhil kunni sér ekki hóf. Iíann fór
ekki að kenningu hins forna spakmælis, sem Þorkell
Súrsson, að því er segir í Gísla sögu Súrssonar, orðaði
svo: „Allt kann sá, er hóf kann“. Muhalhil gætti sín
hvergi og vóg í hvern knérunn og líka í þær ættkvíslir,
sem höfðu synjað Sjaibán-ættinni um liðveiziu. Einn
þeirra, er hann vó, var Budjeir, sonur stói'höfðingjans
al-Harith b. Ubád. Er al-Hainth frétti þetta, varð hon-
um að orði: ,,Nú hefir Muhalhil í syni mínum vegið einn
þann, er fremstur var vorrar ættar, og skyldi þá ekki
Kuleibs vera orðið fullhefnt, ef þeir eru lagðir að jöfnu
sonur minn og hann?“ Því svai'aði Muhalhil: „Með hon-
um ,er ekki bættur nema skóþvengur Kuleibs“. Reiddist
nú al-Harith mjög, og kvað þessa vísu:
Ei tel ég mig eldinn
eflt hafa’ og kynt, er skelfir,
ljósbogandi loga,
lundu mína um stundu.
Hart er að jafna horskum
höfðingsdreng til skóþvengjar.
Síð mun til setu boðið,
sezt skal þegar á hesta.
Minnir þetta nokkuð á bætur þær, sem Þoi'gils Odda-
syni var gert að greiða Hafliða Mássyni fyiúr ómerki-
legan áverka, er Þorgils hafði veitt honum, og hefði
al-Hai’ith mátt segja um Kuleib eins og Skafti Þórarins-
son sagði: „Dýr mundi Hafliði allur“.
Af al-Harith segir sagan svo, að hann ætti hryssu
eina, er Na’ámat hét, og lagði hann þá við hana og reið
að safna liði. Afskipti hans af deilunum ollu því, að mjög
gekk af Taghlib-ættinni um sinn, en vald Sjaibán og
frændætta hennar óx. Meðal þeirra atburða, er síðai'