Skírnir - 01.01.1934, Side 118
112
Höfðingjabragui' með Aröbum og íslendingum. [Skírnir
næmar. Mönnum verður fljótt gripið til sverðs og spjóts
til þess að verja heiður sinn eða ættarinnar, og bar-
dagar og kveðskapur er yndi hinna hraustu drengja.
Sagnaritunin og meðferð hennar á atburðunum er hjá
báðum þjóðunum byggð á munnmælum ogfornum kvæð-
um. Þess vegna er það, að óbundnar frásagnir og vísur
skiptast á í öllum fornsögum Araba, rétt eins og er í
fornsögum Islendinga; þar er lýst bardögum, vígum og
sárum, vopnum, hestum og úlföldum, svo að jafnvel
smávægilegustu atriðum er ekki gleymt, og auðvitað
eru hermd orðrétt löng samtöl, sem ekki fóru fram
undir votta. Er allt þetta hliðstætt við frásagnarhætti
íslenzkra fornsagna. Má þar til dæmis nefna samtal
þeirra Gísla Súrssonar og konu hans í lokrekkjunni,
sem óefað engir vottar voru að og hvorugt hefir verið
líklegt til að segja frá.
Hvað veldur nú svipnum, sem er með sögum þess-
ara tveggja þjóða? Það getur naumast annað verið en
það, að þjóðfélagshættirnir voru mjög líkir hjá báðum.
Jafnt hjá Islendingum sem Aröbum var patriarkalskt
þjóðskipulag — höfðingjastjórn innan vébanda hverrar
ættar. Bóndinn réð innan fjölskyldunnar og höfðing-
inn innan ættarinnar, en hann hafði ekki einræðisvald,
heldur stjórnaði hann með fúsri samþykkt frjálsra
manna. Hver frjáls maður var sér þess meðvitandi, að
hann mætti hafa sjálfstæða hugsun og sjálfstæðan vilja,
en jafnframt voru auðvitað til þrælar, sem voru ófrjálsir.
Höfðingdómur, svo sem goðorð, gekk ekki að erfð-
um á þann veg, að arfi gengi að því, hvort sem hann
var til þess hæfur eða ekki. Til höfðingdóms þurfti per-
sónulega kosti og gáfur, mannvit og drengskap, hug-
rekki og aflsmuni. Aldrei tók sonur við höfðingdómi
eða goðorði, nema hann hefði eitthvað af þessu ágæti
til að bera.
Ættin (the clan) var undirstaða alls þjóðfélagsins.
Á þeirri kennd, sem bindur ættmennina saman í eina sam-
felda heild gagnvart öðrum ættum, hafa Arabar ágætt