Skírnir - 01.01.1934, Síða 119
^kírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. 113
heiti — ’asabíjja —, sem einna bezt verður þýtt á ís-
lenzku með orðinu ættrækni. í orði þessu er fólgin lýs-
ing á þeirri kennd, sem olli því, að ættin vildi ekki
framselja Djassás og einnig kemur fram í ,enska mál-
tækinu „right or wrong my country“. Til dæmis um
,,’asabíjja“ í íslenzkum sögum má taka til frásögnina af
því, þegar Agli var selt sjálfdæmið um þrætu Þorsteins
sonar hans og Steinars Önundarsonar út af Stakksmýri
forðum. Heiður ættstofnsins gekk fyrir öllu, og heiður
settstofnsins var varinn úr hófi fram, hvernig sem á stóð.
En það var þverbrestur í þessari næmu einstaklings-
tilfinningu. Örlítill vansi olli oft stórræðum, sem áður
en varði snerust upp í illræði. Risu af því víg, og rak
þá hver hefndin aðra án afláts. Það risu 40 ára víga-
ferli upp úr því, að ör var skotið í júgur úlfalda-
hryssu, sem hafði slysazt inn á beitiland Kuleibs. Nokk-
uð svipað hlauzt af því, þegar hestar Þorgeirs Hávars-
sonar komust í túnið hjá Hækil-Snorra, og hann barði
t>á frá garði með spjóti og særði, svo sem segir í Fóst-
bræðrasögu.
Það mætti tilfæra marga atburði úr aröbskum sög-
u*n því til sönnunar, hver svipur er með aröbskum og
islenzkum háttum. Fer hér á eftir eitt dæmi. Muhalhil,
sa er frá var sagt, gat barn við konu sinni, og varð hún
léttari og fæddi dóttur, er gefið var nafnið Lajla. Þótti
Muhalhil miður, að honum skyldi ekki hafa fæðzt son-
Ur> og skipaði að bera barnið út. Kona hans þorði ekki
að óhlýðnast boðum hans, en vildi þó ekki láta farga
Lajla, og bauð hún því þræli að færa barnið burt, og
segjast hafa drepið það. Skömmu síðar dreymdi Mu-
halhil, að af dóttur sinni myndu koma margir og vold-
ugir höfðingjar, og gekk hann þá á konu sína um það,
hvað af barninu hefði orðið, og er hún sagði honum,
að það væri enn á lífi, varð hann allshugar feginn og
lét nú veita Lajla ágætt uppeldi. Minna þessi atvik mjög
a draum Þorsteins Egilssonar og á það, er hann bauð
8