Skírnir - 01.01.1934, Síða 120
114
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnir
Jófríði konu sinni að bera út Helgu hina fögru, sem.
greinir í Gunnlaugs sögu Ormstungu.
Lajla var síðan gefin höfðingja þeim, er Kulthum
hét, og varð hún þunguð og fæddi son þann, er Amr var
nefndur. Óx hann og dafnaði og gerðist hraustur maður
og ágætur, og tók hann að föður sínum látnum höfðing-
dóm yfir ættinni.
Um þær mundir réð lýðkonungur sá ríkjum í Hira,
er Amr b. Hind hét. Svo bar til dag nokkurn, að kon-
ungur sat á tali við gæðinga sína, og spurði hann þá:
„Vitið þér nokkurn þann Araba, að móður hans þættí
vansæmd að því, að þjóna móður minni undir borðum?“
„Víst er svo“, svöruðu þeir, „og er það móðir Amr b-
Kulthums“. „Hverju gegnir það?“ spurði konungur.
„Það er af því, að faðir hennar og föðurbróðir voru hinir
frægustu með Aröbum, svo og bóndi hennar, og sakir
þess, að Amru sonur hennar er höfðingi ættar sinnar'L
Skömmu síðar bauð konungur til sín Amr og móður
hans, og komu þau á konungsgarð með fríðu föruneyti.
I tjaldinu, er var konungstjaldinu hið næsta, var móðir
konungs, og hittust þær þar, hún og Lajla, enda voru
þær frænkur. Voru það undirmál konungs og móður
hans, að hún skyldi í máltíðarlok, er þrælar væru frá
horfnir, biðja Lajla að veita sér einhvern beina. Þegar
gestir voru nú seztir og skyldi fara að snæða ávextinar
mælti móðir konungs til Lajla: „Fá þú mér þessa skál“,.
en Lajla svaraði: „Sá, sem þarfnast einhvers, verður að
bjarga sér sjálfur“. Móðir konungs hóf enn máls á hinu
sama, en þá kallaði Lajla: „Mikil svívirða er þettar
menn af Taghlibs-ætt“. Þrútnaði nú Amr b. Kulthum
af reiði, og það svo, að konungur skelfdist við. Þreif
Amr sverð konungs og klauf hann í herðar niður, rændi
síðan öllu er fyrir var, og sneri heimleiðis með menn
sína. Um þessi afrek orti Amr b. Kulthum drápu, sem
fræg er orðin, og er þetta upphafið:
Fagra kona
af fleti rís þú,