Skírnir - 01.01.1934, Síða 121
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og Islendingum.
115
hell þú bikar vorn
barmafullan.
En af þessum atburðum urðu miklar og langar
deilur.
Það getur ekki hjá því farið, að manni fljúgi hér í
hug atvikin, sem gerðust, þegar Gunnar og Hallgerður
sóttu vetrarboðið til Bergþórshvols, og Bergþóra bauð
Hallgerði að víkja fyrir Þórhöllu Ásgrímsdóttur Elliða-
grímssonar, konu Helga Njálssonar, en Hallgerður svar-
aði til: „Hvergi mun ek þoka, því at engi hornkerling
vil ek vera“. Enda þótt atvikin séu ekki með öllu eins,
þá er hugarfar þessara manna svo bráðlíkt, að naum-
ast má á milli sjá.
Af vígum leiðir hefnd, og hver hefndin rekur aðra.
Það er lögmál eyðimerkurinnar, að blóð verði ekki
bætt nema með blóði, en Muhammed varð fyrstur
til þess að reisa hefndunum skorður. Það var þó vel um
hið harða lögmál hefndarinnar, að það dró úr hinni
taumlausu vígfýsi. Þega'r vígin fara að verða mjög út-
dráttarsöm um hefndir og manngjöld, þá fara menn
heldur að sitja á sér.
Manngjöld, dija, voru að vísu tekin, en það þótti
mjög lítilmannlegt að sætta sig við „að blóð væri bætt
rneð mjólk“. Venjuleg manngjöld voru í heiðni (djáhilijja)
talin tíu úlfaldar, en síðar varð það að fastri venju, að
rneta þau á hundrað úlfaldahryssur fengnar. Smám
saman komst fast lag á bætur fyrir ýmsa áverka og sár.
Fyrir auga, hönd eða fót var bætt hálfum manngjöld-
urn, holundarsár og heilundarsár var bætt þriðjungi úr
manngjöldum, en fingur var bættur tíu úlföldum, og
tönn eða beinfast sár var bætt fimm úlföldum. Kona
var að jafnaði bætt þriðjungi upp í hálf manngjöld, og
kristinn maður eða gyðingur var aldrei bættur meiru
en hálfum manngjöldum móts við frjálsan Múhammeðs-
mann, viuslim. Svipað sundurliðað lag á manngjöldum og
sárabótum finnst í norrænum lögum, svo sem í Sjálands-
8*