Skírnir - 01.01.1934, Side 122
116
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnir
lögumEiríks konungs ogað nokkru í Vígslóða og í Mann-
helgi Jónsbókar.
Þegar tvær ættir voru farnar að hefnast hvor á
annarri, varð oft manntjón mikið á báða bóga, og stund-
um lá heilum ættum við tortímingu. Þá varð oft hlutlaus
maður að ganga á milli, svo að ættunum hnignaði ekki
með öllu. Einhver voldugur höfðingi eða konungur,
eins og lýðkonungur Persa í Hira, sem áður er getið,
skarst þá í leikinn, og tókst honum oft að miðla málum,
svipað og Noregskonungar gerðu hér á landi.
Annað lögmál eyðimerkurinnar var lögmál gest-
risninnar. Væri maður kominn að tjaldi annars manns,
var hann í griðum hans og friðheilagur, og það enda
þótt hann hefði vegið föður, son eða bróður tjaldráð-
anda. Það þurfti ekki annað en að grípa á tjaldreipinu
eða tjaldsúlunni og segja ,,aná dakhílak“, en það þýð-
jr „ég er aðkominn hjá þér“, og var tjaldráðandi þá
skyldur að veita honum þriggja daga beina og hæfileg-
an frest til undankomu.
Það hefir nú verið sýnt fram á það, hve margt hafi
verið svipað með Aröbum og íslendingum í hugsunar-
hætti og framferði, en þá er að athuga, hvað hefir get-
að valdið því, að svo var. Að minni hyggju hefir það
ekki getað verið annað en það, að náttúruskilyrðin eru
harðla lík í löndum beggja þjóða. Þetta kann að láta
mjög einkennilega í eyrum, vegna þess hve mikill mis-
munur er á loftslagi hér og í Arabíu, en þó er þetta
eftir hætti rétt. Það er almennt lögmál, sem gildir um
allan hnöttinn, að svipuð náttúruskilyrði og lífsskilyrði
valda svipuðum þjóðfélagsháttum. Þetta má glögglega
sjá með því að bera Samurai-lénsveldið í Japan saman
við riddaralénsveldi miðaldanna í Evrópu. Hvort tveggja
skipulagið reis upp af grundvelli jarðyrkjunnar, og voru
þá í báðum álfum smábændur annars vegar en voldugir
jarðeigendur hins vegar.
Arabía og ísland eru bæði kornyrkjulaus lönd, og
þar eru víðáttumikil svæði óræktanleg með öllu, á Ara-