Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 124
118
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnir
una af hestaati þeirra Gunnars og Þorgeirs. Alveg sam-
stæða sögu hafa allar menntaðar arabískumælandi þjóð-
ir þekkt um fjórtán alda skeið. Það er sagan af hesta-
kappskeiði tveggja Bedúínahöfðingja, er gerðist um
miðja sjöttu öld að tímatali voru. Atvik beggja sagna
eru mjög lík: sá keppinauturinn, sem þóttist myndi bíða
lægra hlut, beitti brögðum, og hlutust af því ótal víg og
skærur. Af hestaati Gunnars hlauzt bardaginn við Knafa-
hóla, Njálsbrenna og hefndir Kára, að því er í Njálu
greinir, en í aröbsku sögunni hlutust af kappskeiðinu
fjörutíu ára deilur og ættarígur, er varð svo heiftugur,
að atorkumenn ættanna komust ekki til þess að temja
fola og úlfalda fyrir ákafa sínum.
Svo segir í aröbsku sögunni. Höfðingi nokkur hét
Qais b. Zuhair, og hafði hann forustu Abs-ættarinnar.
Annar maður hét Hudhaifa b. Bedr, en hann var höfðingi
Dhubján-ættarinnar. Báðar ættirnar voru náskyldar og
kölluðust synir Baghíd, en það er kvísl af Ghatafán-
ættstofninum.
Qais átti hest einn, er Dáhiz hét, og var það ágætur
skeiðhestur, en Hudhaifa átti hryssu nokkra; hét sú
Ghabra, og þótti hún allra hesta skjótust. Eitt sinn kom
einn frændi Qais í orlof sitt til Hudhaifa; sá hann hjá
honum hryssuna og þótti hún kostaskepna, en orð gerði
hann þó á því, að ekki myndi hún komast til jafns við
hest Qais. Lék Hudhaifa upp frá því hugur á að vita,
hvor hesturinn yrði skjótari, og skoraði hann þá á Qais
að láta hestana reyna með sér. Fór Qais nú sem Gunnari,
að hann var heldur ófústil skeiðhlaupsins, og kvað hann,
að af kapphlaupum myndi illt hljótast.
Var nú málið rætt, og urðu þær málalyktir, að skeið-
ið, er runnið væri, skyldi vera hundrað örskot að lengd,
og að veðféð skyldi vera hundrað úlfaldahryssur með
fangi. Skeiðvellinum var svo farið, að framan af var
hann harður og þéttur, en þegar fram í sótti, gerðist hann
sendinn og laus í sér, og síðasta sprettinn var hann með
hólum og leyningum. Eftir að hestarnir höfðu verið þjálf-