Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 125
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
119
aðir um tíma, var þeim hleypt lausum, og hófu þeir skeið-
ið. Sóttist hryssunni fyrst betur, en er í sandinn kom, sneri
við blaðinu, og fór hesturinn þá fyrir. Hudhaifa hafði
þótt tvísýna á, hvernig fara myndi, og hafði hann því
látið menn sína sitja fyrir hestinum í leyningunum. Þeg-
ar hesturinn færðist nær vatnsbólinu, er fyrir enda skeið-
vallarins lá, stukku menn Hudhaifas upp og lögðu högg
á snoppu hans, en hann fældist við og hljóp afleiðis, og
fór þá svo, að hryssan kom fyrst til vatnsbólsins. En vott-
■ar voru að níðingsverkinu, og bárust Qais þegar fregnir
af því, sem gerzt hafði. Heimtaði Qais þá, að hestur hans
akyldi talinn hafa borið sigur úr býtum, og að sér yrði
.goldið veðféð, en Dhubján-höfðingjarnir þvertóku fyrir,
og þar eð þeir voru fjölmennari á fundinum, varð Abs-
ættin að hverfa heim vvið svo búið. Þá kvað Qais:
Þakka þarf eg nú ekki,
því aðrændu Bedrsfrændur
veðfé, því, er vann eg góðu, —
víst var hestur minn beztur.
Ekki þurfa halir að hlakka,
hrekki spörðu þeir ekki;
hröktu minn að lokum leiðar
léttan fák illir strákar.
Eftir þetta sendi Hudhaifa b. Bedr son sinn Nadba til
fundar við Qais, til þess að heimta af honum veðféð.
Svaraði þá Qais: „Víst skal eg ekki draga þig á því“ og
þreif til spjóts síns og lagði til Nadba, svo að sundur
gekk hryggurinn, en hestur Nadba rann mannlaus heim.
Greiddi kynkvísl Qais síðan fram bæturnar fyrir víg
Nadba, en það voru hundrað úlfaldar, og er mælt, að
Rabí’a b. Zijdd, einn af höfðingjum Abs-ættarinnar, hafi
einn síns liðs flutt úlfaldana í garð Dhubján-ættarinnar.
Hudhaifa tók við manngjöldunum, og lét ættin sér vel
líka. Malek b. Zuhair, bróðir Qais, fór skömmu síðar í
heimsókn til nágrannaættar einnar, en er það barst til
Hudhaifa, réðst hann þegar á hann og veitti honum
bana.