Skírnir - 01.01.1934, Page 126
120
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnir-
Eftir að Malek þessi hafði verið ráðinn af dögum,.
kváðu Banú Abs upp úr með það, að jöfn skyldu víg þeirra
Malek b. Zuhair og Nadba b. Hudhaifa, og heimtuðu þeir-
því, að manngjöldin fyrir hann væru goldin þeim aftur..
En Hudhaifa þvertók fyrir, og kvaðst ekkert mundu láta
af hendi rakna.
Maður er nefndur Rabí’a b. Zijád, og hefir hann áður-
komið við söguna. Hann var á gistingu með Banú Fazára,.
en það var kynkvísl af Dhubján-ættinni. Enginn þótti
jafnoki hans eða bræðra hans með Aröbum, og voru
þeir því nefndir hinir gervilegu. Fram að þessu hafði
verið kali nokkur með þeim Rabí’a og Qais. En er gisti-
vinir Rabí’a sögðu honum, að þeir Hudhaifa hefðu veg-
ið Malek b. Zuhair, brást hann fálega við og mælti:.
„Mikið níðingsverk hafið þér unnið á náfrændum yðar,.
þar sem þér hafið tekið við manngjöldum og látið ykk-
ur vel líka, en síðan svikið“. Banú Fazára svöruðu
„Værir þú nú ekki í griðum með oss, myndum vér drepa.
þig, en þar sem svo ,er, skalt þú koma þér undan á þriggja.
nátta fresti“. Lagði Rabí’a síðan upp og veittu Banú
Fazára honum eftirför en náðu honum ekki og komst
hann heill á húfi heim til frænda sinna. Leitaði Qais.
þá til fundar við hann og sættust þeir.
Abs-kynkvíslin var heldur mannfá, og fór því svo,.
að hún varð að flýja burt, af því að hún treystist ekki.
til þess að veita ofureflinu viðnám, en Banú Dhubján.
og Fazára veittu henni eftirför og komu henni í mikið.
öngþveiti. Abs-ættinni þótti þá nauður reka til að ná.
friði, og varð það að ráði, að hún bauð að selja Dhubján-
ættinni sveina nokkra í gíslingu. Varð það að sáttum,.
að Abs skyldi selja manni einum, er Sabí’a b. ’Amr hét
og var af ættinni Thaglib b. Sá’ad b. Dhubján, átta
sveina í gíslingu, og féllu við það deilurnar niður.
Dvöldust gíslarnir nú með Sabí’a um skeið, unz;
hann fann, að hann myndi eiga skammt eftir ólifað..
Mælti hann þá til Maleks sonar síns: „Nú liggur við-
heiður þinn, að þú geymir þessara sveina. En fari svo,.