Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 127
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
121
að eg andist, mun frændi þinn, Hudhaifa b. Bedr, koma
til þín og leggja fast að þér og segja „andaður er nú
öldungurinn“, og mun hann síðan véla af þér sveinana
og drepa þá, og munt þú eftir það heita hvers manns
níðingur. En ef þér þykir svo sem þetta muni verða, þá
skalt þú koma sveinunum af höndum þér til frænda
sinna“.
Fór nú svo sem Sabí’a hafði grunað, að hann and-
aðist, og að Hudhaifa náði sveinunum af Malek. Fór
Hudhaifa með þá á afvikinn stað og mælti til þeirra:
„Kallið nú á frændur ykkar til hjálpar“. Og sveinarnir
tóku þá að æpa á frændur sína, en á meðan vann Hud-
haifa á þeim með þeim hætti, að hann hafði þá að skot-
spæni.
Þegar fréttin af þessu níðingsverki barst Abs-ætt-
inni, réðst hún þegar á ættkvísl Malek b. Sabí’a og
drap hann sjálfan og bróður hans, og átta menn aðra.
Fékk Malek hér makleg málagjöld, og má um hann
segja eins og segir í Fóstbræðrasögu, að „firnum nýtr
þess, er firnum fær“.
Skömmu síðar réðst Abs-ættin á Hudhaifa og lið
hans, og hafði hún betur. Komst Qais á snoðir um það,
til hvaða vatnsbóls Hudhaifa og menn hans leituðu, og
veitti hann þeim þar aðför. Þegar Hudhaifa og menn
hans hvíldust við vatnsbólið, sá Hamal b. Bedr, sem
var bróðir Hudhaifas, til reiðar Qais og hans manna, og
mælti þá til liðs síns: „Hverjir munu það, sem sökótt
eiga nú við oss?“ en honum var svarað: „Það eru þeir
Qais og Rabí'a b. Zijád“. Varla var búið að sleppa
orðinu, þegar þeir Qais riðu fram á þá, og kallaði hann
hástöfum „Labbaikum, labbaikum“, en það þýðir: „Nú
er eg kominn til liðs við ykkur“, og var hann þar að svara
kalli sveinanna átta, sem Hudhaifa hafði drepið.
Riðu þeir Qais síðan milli óvinanna og hesta þeirra,
svo að þeir fengu hvorki komizt á bak né varizt. Þá
hrópaði Hamal: „Eg særi þig, Qais, fyrir guð og miskunn-
semdir hans“. En Qais anzaði sem fyrr: „Labbaikumr
labbaikum". Sá Hudhaifa nú, að engin myndu grið gefin,