Skírnir - 01.01.1934, Síða 129
Skírnir] Höfðingjabrafíur með Aröbum og íslendingum.
123
En illu heilli
Hel tók hann.
Má eg því ekki
mæðu létta,
unz himintungl
hrapa í marinn.
Þegar fréttirnar af þessum atburðum bárust til
Ghatafán-ættarinnar, féllu henni tíðindin mjög þungt,
og afréðu allar kvíslir hennar að ráðast á Abs-ættina.
Abs-ættin sá það þegar, að ekki myndi henni verða til
setu boðið, er svo var komið, og tók hún sig því upp
Með allar eigur sínar og flutti sig úr landareign Ghata-
fán-ættarinnar í lönd annarrar ættar, og leitaði undir
áraburð hennar. Stóðu þessar deilur síðan yfir langa
lengi, og fór þá svo um síðir, að ættirnar tóku að mæð-
ast, en ekki var þó hægt um vik með sættir, því að
mörg víg höfðu orðið á báða bóga. Flestar voru þó ætt-
kvíslirnar orðnar sáttfúsar, nema Banú Thaalib b. Sá’ad
b. Dhubján, er tók sættum mjög fjærri, og kvaðst ekki
roundu sættast, meðan nokkurs manns af ættinni væri
óhefnt. Fluttist sú ættkvísl þá á burtu, til þess að þurfa
ekki að vera návistum við Banú Abs. En er hún leitaði
til nýs vatnsbóls, var Abs-ættin komin þar fyrif og hleypti
henni ekki að vatninu. Þegar ættkvíslin náði ekki vatns-
ins, fór svo um síðir, að hana og skepnur hennar mæddi
þorsti, og gerðist hún þá fús að ganga til sátta.
Nú urðutveir höfðingjar af Dhubján-ættinni, Harith
ó. Auf og Harim b. Sinán, til þess að koma á sáttum, með
því að gangast sjálfir undir mikil fjárframlög. Þeir
töldu þá, er fallið höfðu á báða bóga, og létu víg þeirra
fallast í faðma og jöfnuðu manni við mann, en með þeim
hætti urðu ekki nema nokkrir hinna vegnu óbættir. Bættu
þeir félagar þessa menn alla með þrem þúsundum úlf-
alda, og var það geysi mikið fé, jafn vel þótt auðugir
menn ættu í hlut. Arabar voru margir hverjir mjög
ágjarnir, og bera þessi framlög því vott um drenglyndi