Skírnir - 01.01.1934, Side 130
124
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnii-
og mikla rausn þeirra manna beggja, er lögðu þau á
sig. Þegar sætzt var á brennumálin á Alþingi, er svo
sagt í Njálu: „Var þá jafnat saman vígum, en bættir
þeir menn, sem umfram váru“, og verður ekki um villzt
líkinguna með þessari og hinni aröbsku frásögn. Tók-
ust nú loks sættir, en Qais b. Zuhair, sem átt hafði hest-
inn, er vandræðin hlutust af, vildi einn ekki ganga til
sátta, og minnir hann þar á Kára Sölmundarson. Qais
mælti: „Ekki gæti eg litið neina af konum Dhubján-
ættarinnar augum, því að fáar munu þær, að ekki hafi
eg vegið föður þeirra, bróður, bónda eða son“. Fluttist
hann því með skylduliði sínu yfir Eufrat-fljótið, og lýk-
ur svo þessari sögu.
Það væri með öllu óverjandi, að skiljast svo við
samanburðinn á háttum beggja þjóðanna, íslendinga og'
Araba, að ekki væri vikið að skáldskap þeirra og ætt-
vísi. Með Aröbum er skáldskapur, sji’r, ein helzta íþrótt
karla, og er skáldið nefnt sjá’ir, en það er á íslenzku hinn
alsvinni.
Ekki verður þýðingu skáldanna meðal Araba betur
lýst en með orðum arabisks fornhöfundar, sem hét Ibn
Rasjíq al-Qairawání, og samdi nokkurs konar skáldskapar-
mál. Var hann uppi á 11. öld og ól aldur sinn í Norður-
Afríku. Varð hann frægur af lofdrápum sínum, og var
um langa hríð í borginni Qairawán og hirðskáld smá-
konungsins þar, al-Mu’izz b. Badís.
I skáldskaparmálum sínumsegir Ibn Rasjíq: „Kæmi
skáld fram með arabskri ætt, þá komu grannættirnar
allar á fund þeirrar ættar til að samfagna henni. Þá var
efnt til veizluhalda, og konur ættarinnar hófu upp hljóð-
færaslátt með strengleikum, rétt eins og brúðkaup væri,
en karlar og sveinar ættarinnar samfögnuðu hverir öðr-
um, því að skáld var skjöldur og verja ættarsómans og
vopn, er hefndi níðs um hann, og skáldið gat haldið
afrekum ættarinnar á lofti, svo að þau gleymdust aldrei.