Skírnir - 01.01.1934, Síða 131
Skirnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
125
En það var ekki siður Araba, að samfagna hverir öðr-
um, nema fyrir þrjár sakir: ef fæddist sveinbarn, ef
skáld reis upp, eða ef kynstór hryssa kastaði“.
Ættirnar stærðu sig mjög af skáldum sínum, og
stórskáld gerði garð ættarinnar frægan. Orð skáldanna
bárust óskrifuð um endilanga eyðimörkina skjótar en
ör af bogastreng. Lof ættarinnar var eitt höfuðyrkisefni
skáldanna, og eru lofdrápur um ættina nefndar madíh
•eða mufákhara. Sem dæmi slíkrar drápu má taka til lof-
Lvæði Amr. b. Kulthums, það er getið var um áðan.
Var sú drápa þulin á hinu mikla kaupþingi Araba, sem
haldið var á hverju ári í ’Ukáz. Ætt Amrs þóttist mjög
af drápunni, og höfðu frændurnir hana yfir sí og æ.
Voru svo mikil brögð að því, að það var haft í flimt-
ingi, og var kveðin um það háðvísa. í henni segir, að
ætt Taghlibs hafi gleymt öllu yfir drápu Amr b. Kult-
hums, og sé sí og æ með hana milli tannanna, en svo
spyr sá, er vísuna orti, hvort þeir muni aldrei gefast
upp á því.
Af þessum kveðskap verður séð, hvaða mannkosta
Aröbum hefir þótt mest koma til, en það var karl-
æennska, trygglyndi, gestrisni, örlæti og hóglæti (hilm).
Allir þessir mannkostir eru á arabisku einu heiti nefndir
■muruwwa, og er það orð dregið af orðinu imru’un, sem
Þýðir karl, en það er hugsað á sama hátt og latneska orð-
ið virtus, sem leitt er af vir — karl — og íslenzka orðið
drengskapur, sem dregið er af drengur, enda þýða öll
orðin sama.
Konungar sóttust mjög eftir lofskáldunum, og því
voru hirðskáld við flestar arabískar konungshirðir, rétt
eins og norrænir konungar höfðu íslenzk hirðskáld til
forna. Kalífarnir höfðu allflestir, hvort sem þeir voru
af Ummaja-ættinni eða Abbás-ættinni, hirðskáld góð.
Svo var til dæmis um kalífann Hárún al-Rásjid, sem
kunnur er um allan heim af „Þúsund og einni nótt“. Þeg-
ar fram í sótti, og ríki kalífanna var klofnað sundur í
TOörg smáríki, þá voru bæði á Spáni og Persíu til hirðir,