Skírnir - 01.01.1934, Page 132
126
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnir
sem voru sannkallaðar skáldahirðir, því að skáldmæltir
konungar héldu þær, og þeir söfnuðu að sér skáldum
og fræðimönnum.
Lofkvæðin um einstaka menn eða heilar ættir, voru
ekki öfundlaus; þóttust auðvitað flestir öðrum fremri
og allir öðrum jafnir, og var því farið í mannjöfnuð,
takájul, í kvæðum. Eðli mannjafnaðar er ekki nema
'eitt, og þarf ekki að lýsa því, enda eru dæmin nógsam-
leg í íslenzkum sögum, og er þar einna skemmtilegust
frásagan í Heimskringlu af því, þegar þeir bræðurnir
Eysteinn og Sigurður konungar Magnússynir fóru í mann-
jöfnuð sín á milli.
Enda þótt það væri mikil fróun í því að geta far-
ið í mannjöfnuð, fór það þó nokkuð eftir ágæti manna,
hvað hann stoðaði mikið. Gat því eftir atvikum stund-
um verið fullt eins áhrifamikið að draga niður hlut
eins manns, öðrum manni eða ætt til framdráttar, og
var þá svo mjótt mundangshófið, að óðar en varði var
komið út í níðkveðskapinn, en níðkvæði eru á arabísku
kölluð hidjá eða viathálib. Þótti það skáld, er níðskæld-
ið var, vera ættinni hallkvæmastur maður, því að níð-
skældnin var sárbiturt vopn í ættadeilunum. Þótti
arabískum skáldum, sem níðkvæði væri „svíðandi eins
og brunasár“ og „hvasst eins og blóði’efill“ eða „eins
og ör, sem eftir situr, þó að sá, sem sárið veitti, sé
löngu horfinn“.
Er ættirnar deildu, hrutu níðvísur af munni skáld-
anna eins og örvar af bogum, og undirnar, sem vísurnar
slógu, voru djúpar, svo að kynslóð eftir kynslóð sveið
undan. Níðvísurnar gátu komið mjög hart niður á að-
stöðu ættar í þjóðfélagi Araba. Skáldið Djerir, sem var
uppi um 700 árum eftir upphaf tímatal vors, kvað um
Numejr-ættina: „Upp á engan mann augum lítið, svo
ættarbragð ekki þekkist“. Þótti það svo mergjað níð, að
upp frá því sögðu menn af þeim ættbálki ekki til ætt-
ernis síns, heldur kenndu þeir sig við Banú Amir kyn-
stofninn, sem þeir voru af. Skáldið Akhtal, samtíma-